Meistarastigssýning HRFÍ

HRFÍ heldur röð meistarastigssýninga í samstarfi við Félag sýningadómara HRFÍ og ræktunardeildir 26. og 27. september og 10. og 11. október n.k. í reiðhöllinni Mánagrund í Reykjanesbæ. Þá verður keppni ungra sýnenda haldin á sama stað þann 10. október n.k. Skráning fer fram á Hundeweb.dk, nánar um skráningu má finna hér.
Skráningafrestur fyrir sýningarnar 26. og 27. september er 21. september kl. 23:59.
Skráningafrestur fyrir sýningarnar 10. og 11. október er 5. október kl. 23:59.

Lesa áfram Meistarastigssýning HRFÍ

Áríðandi tilkynning – frestun á augnskoðun

Vegna takmarkanna við landamæri Íslands í tengslum við Covid 19 faraldurinn getur HRFÍ ekki staðið fyrir augnskoðun sem fyrirhuguð var 2.-5. september næstkomandi. Augnskoðuninni verður því frestað þar til aðstæður leyfa framkvæmd hennar. Þeir sem þegar hafa bókað tíma í augnskoðun hvort sem er á Akureyri eða í Reykjavík eiga áfram tímann og því forgang þegar hún verður haldin. Hægt er að bóka tíma í augnskoðun á skrifstofu félagsins.

http://www.hrfi.is/freacutettir/ariandi-vegna-frestunar-augnskounar-i-september-og-aframhaldandi-svigrum-vegna-vottora