Sýningahelgin 21. – 22. ágúst 2021 hjá Hundaræktarfélag Íslands.

Haldin var tvöföld ágústsýning helgina 21. og 22. ágúst á Víðistaðatúni í Hafnarfirði og í Víðidal í Reykjavík eftir langt hlé eða rúmlega eitt og hálft ár sökum Covid19.  Tilhlökkun var mikil hjá ræktendum og eigendum hunda. Það sýndi sig, því alls voru 107 Cavalierar skráðir á þessar tvær sýningar sem er næst mesti fjöldi skráninga hjá einni tegund þessa helgina.  Vel gert!!

Tegundin uppskar líka tvo nýja meistara þessa helgina og einn juniormeistara sem er aldeilis fínn árangur.

Hér má sjá úrslit frá Reykjavík Winner og NKU sýningunni sem haldin var 21. ágúst 2021

Hér má sjá úrslit frá   Alþjóðlegu sýningunni sem haldin var 22. ágúst 2021

Alþjóðleg sýning 22. ágúst 2021

Úrslit frá Alþjóðlegri sýningu HRFÍ 22. ágúst 2021 á Víðistaðatúni og í Víðidal.

Sunnudaginn 22. ágúst var haldin Alþjóðleg sýning HRFÍ á Víðistaðatúni og í Viðidalnum.  Alls voru 927 hundar skráðir.  54 cavalierar voru skráðir og þar af 5 hvolpar en þrír hundar og einn hvolpur mættu ekki. Eins og fyrri daginn var cavalierinn sýndur í Víðidalnum. Þrátt fyrir rigningarspá þá hélst hann nánast þurr á meðan cavalierinn var sýndur. Dómari var Svein E: Bjørnes frá Danmörku.

Lesa áfram Alþjóðleg sýning 22. ágúst 2021

Reykjavíkur Winner og NKU Norðurlandasýning HRFÍ ágúst 2021

Reykjavíkur Winner og NKU Norðurlandasýning HRFÍ var haldin þann 21. ágúst 2021.  Alls voru 953 hundar skráðir.  Vegna sóttvarnar reglna var sýningunni sem upphaflega átti að fara fram á Víðistaðatúni í Hafnarfirði, skipt niður á milli Víðistaðatúns og Víðidals í Reykjavík

Cavalierinn var sýndur í Víðidalnum og voru 53 cavalierar skráðir það af 4 hvolpar.  Dómari var Sóley Halla Möller frá Íslandi.  

Lesa áfram Reykjavíkur Winner og NKU Norðurlandasýning HRFÍ ágúst 2021

Sumarskemmtun í Sólheimakoti – ganga og grill

Nú er komið að árlegum hittingi í Sólheimakoti.

Eins og hefð hefur verið þá hittumst í Sólheimakoti, göngum saman hring um svæðið við kotið og komum með eitthvað gott og létt á grillið. Spjöllum saman og leyfum okkar yndum að leika saman. Þetta er einstaklega góður viðburður til að kynnast öðrum í deildinni og umhverfisvenja og þjálfa hundana til að eiga í samskiptum við aðra sína líka. Því þarna mega þeir vera frjálsir og eiga óheft samskipti.

Á ætla má að viðburðurinn sé einn og hálfur til tveir tímar. Gott er að vera í góðum skóm og auðvitað koma með eitthvað á grillið . Deildin mun útvega drykkjarföng, gos og vatn (í dósum).

Munið eftir skítapokum.

Lesa áfram Sumarskemmtun í Sólheimakoti – ganga og grill

Öldungar

Cavalierdeildin leitar að öldungum.

Ef þið vitið um Cavalier sem er 11 ára og eldri og er ekki á öldungalista deildarinnar en þið viljið koma þeim þangað þá endilega sendið okkur póst á : cavalierdeildinhrfi@gmail.com með upplýsingum um nafn, kyn, lit, foreldra, fæðingardag, eiganda og ræktanda og ef hundurinn er látinn dánardag. Eins er hægt að senda okkur myndir af öldungunum og er þær þá settar í myndaalmbúmið á heimasíðunni undir Myndir/öldungar.

Eins viðjum við biðja þá sem eiga hunda sem skráður eru lifandi á öldungalistanum en hundurinn er farinn yfir regnbogabrúnna að senda okkur dánardag svo við getum uppfært listann. Jafnframt er gott að fá meldingu um að öldungur sé enn á lífi.

Stjórnin