9. Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2021-2022

Fundur haldinn í Heiðnabergi þann 14. september 2021 kl. 19.30

Mættar: Gerður Steinarrsdóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir, Valka Jónsdóttir.

Dagskrá:

  • Verkefnalisti
  • Nýir meistarar
  • Heimasíðan
  • Frá göngunefnd
  • Frá ræktunarráði
  • Annað

Efni fundar:

Verkefnalisti 

Farið yfir verkefni frá síðasta fundi.

Nýir meistarar

Staðfesting er komin til deildarinnar frá HRFÍ vegna nýrra meistara og er búið að uppfæra heimasíðuna m.t.t. þess.

Heimasíða Cavalierdeildarinnar

Búið er að uppfæra öldungalistann m.v. þær upplýsingar sem hafa borist og hafa deildinni borist fjölmargar myndir af fallegum öldungum frá eigendum þeirra,  bæði lifandi og dánum. Er komið sér myndaalbúm fyrir þá og má finna myndirnar hér.  Listann yfir öldungana má finna hér.

Einnig er búið að setja inn myndir af rökkum á rakkalista sem deildin hefur fengið sendar.  Það eru þó fleiri rakkar á rakkalistanum en deildinni hafa ekki enn ekki borist myndir af fleiri rökkum.

Búið að að setja upp síðu með gotlista 2021.  Þar sem fram koma þau got sem búið er að gefa út ættbækur fyrir hjá HRFÍ.  Þar kemur fram dagsetning gots, frá hvaða ræktun gotið er og nafn móður og föður.

Einnig hefur verið farið yfir myndasíðuna og undirsíður hennar.

Frá göngunefnd

Viðburðurinn “ganga og grill” í Sólheimakoti var vel heppnaður.   Það var góð mæting og  komu margir ferfætlingar og eigendur þeirra sem áttu góða stund saman við göngu, grill og spjall.  Næsta ganga er áætluð 18. september og verður gengið um Gróttu. 

Frá ræktunarráði

Það sem af er árinu hafa 63 hjartavottorð borist deildinni. Næsta hjartaskoðun á vegum deildarinnar er áætluð í október 2021.

Augnskoðun verður hjá HRFÍ í lok október 2021 og verður það auglýst mjög fljótlega.

.Verið að skoða möguleika að fá fleiri rakka inn á rakkalista deildarinnar en flestir þeirra væru þá á undanþágu HRFÍ vegna augnskoðunar

Önnur mál

Það þarf að gera breytingu á skráningu deildarinnar hjá skattinum og verða undirrituð eyðublöð send eftir fundinn. 

Fræðslumoli um tannhreinsun verður sendur út innan tíðar. 

Fundi slitið kl. 21.00. Fundargerð ritaði Valka Jónsdóttir