12. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2021-2022

Fundur haldinn í Heiðnabergi þann 15. desember 2022 kl. 17:00

Mættar: Gerður Steinarrsdóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir, Valka Jónsdóttir.

Dagskrá:

  • Verkefnalisti
  • Deildarsýning í maí
  • Nýársfagnaður
  • Fræðslumoli
  • Frá ræktunarráði
  • Frá göngunefnd
  • Önnur mál

Efni fundar:

Verkefnalisti 

Farið yfir verkefni frá síðasta fundi.

Deildarsýning

Sótt var um heimild til að halda deildarsýningu í maí á næsta ári.  Búið er að uppfylla skilyrði þess þ.e. fá staðfestingu frá  erlendum dómara, tryggja íslenskan varadómara, ef aðstæður vegna Covid19 gera það að verkum að erlendur dómari kemst ekki, auk ritara og hringstjóra.  Húsnæði fyrir deildarsýningu er klárt og fjárhagsáætlun.  Nú er bara beðið eftir svari frá stjórn.

Nýársfagnaður

Þar sem veiran er að aukast er hætta á að ekki verði hægt að halda nýársfagnað.  Við höldum þó í vonina að það verði hægt.  Það hefur gengið ótrúlega vel að safna vinningum og af öllum öðrum ólöstuðum þá hefur ein úr göngunefndinni verið hvað duglegust að safna og á hún hrós skilið.

Fræðslumoli

Búið er að setja út fræðslumola um hættur sem tengjast jólum og gæludýrum og svo mun bráðlega vera settur út fræðslumoli um hættur í kringum áramótin.

Frá göngunefnd

Þann 11. desember var farin yndisleg  jólaferð í Hafnarfjörðinn.  Vel var mætt í gönguna og hélt öldungurinn Tröllatungu Logi upp á 15 ára afmælið sitt með því að mæta hress og kátur í gönguna.   Okkar rómaða nýársganga er áætluð 8. janúar og hlökkum við til að hitta alla.

Önnur mál

  • Erindi frá einum félagsmanni var tekið til umfjöllunar

Fundi slitið kl. 18.00. Fundargerð ritaði Valka Jónsdóttir