2022
11. september, sunnudagur kl. 12:00 – Kaldársel, Undirhlíðar
Við hittumst við kirkjugarðinn í Hafnarfirði og ökum í samfloti inn í Kaldársel. Þar göngum við inn í skógræktina. Taumganga í fyrstu en síðan lausaganga. Í skógræktinni eru borð og bekkir og því kjörið að hafa nesti með sér. Munið eftir skítapokunum og vatni fyrir hundana.
16. október, sunnudagur kl. 12:00 – Hvaleyrarvatn, Stórhöfði
Við hittumst við kirkjugarðinn í Hafnarfirði og keyrum í samfloti upp að Hvaleyrarvatni og þar fara allir hundar í taum. Gengið er upp að fellinu Stórhöfða sem er aðeins fyrir ofan vatnið og þar getum við sleppt hundunum lausum. Gangan er svona einn tími en með stoppi getur hún orðið 2 tímar. Gott er að vera í góðum skóm og jafnvel með nesti og vatn fyrir hundana. Munið eftir skítapokum og vatni fyrir hundana.
Lok nóvember/ byrjun des., sunnudagur kl. 13:00 – Aðventukaffi – Staðsetning auglýst síðar. Allir koma með eitthvað á sameiginlegt aðventuhlaðborð.
11. desember, sunnudagur kl. 12:00 – Jólaganga í Hafnarfirði
Hittumst á bílastæðinu fyrir framan Hafnarfjarðarkirkju og Tónlistarskólann. Taumganga um Hafnarfjörð og endum síðan á því að heimsækja jólaþorpið. Gaman væri ef sem flestir gætu komið í einhverju jólalegu t.d. með jólasveinahúfur, bæði menn og hundar. Í jólaþorpinu er síðan hægt að fá heitt kakó ef kalt er í veðri. Allir hundar í taumi, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokunum.
2023
8. janúar, sunnudagur kl. 12:00 – Nýársganga í kringum Reykjavíkurtjörn
Okkar árlega nýársganga. Við hittumst við Ráðhúsið í Reykjavík og göngum í kringum tjörnina einn eða tvo hringi. Allir hundar í taumi, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokunum.
5. febrúar, sunnudagur kl. 12:00 – Seltjarnarnes
Hittumst við Gróttu og göngum meðfram ströndinni í átt að golfvellinum og göngum í kringum hann. Létt ganga á sléttlendi. Allir hundar í taumi, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokum.
12. mars, sunnudagur kl. 12:00 – Grafarvogur
Hittumst við Grafarvogskirkju og göngum saman hringinn í kringum Grafarvog, rétt rúmlega 4 km. Ef veður er gott er hægt að bæta við hring upp að Keldum og þá er hringurinn 5 km. Þetta er taumganga, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokum.
2. apríl, sunnudagur kl. 12:00 – Elliðaárdalur
Við hittumst á bílastæðinu fyrir neðan veg á móti Dýraspítalanum í Víðidal og göngum um efri hluta Elliðaárdals. Þetta er taumganga, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokum.
17. maí, miðvikudagur kl. 19:00 – Reynisvatn Grafarholti
Við komum saman á bílastæðinu við Húsasmiðjuna í Grafarholti og ökum í samfloti gegnum öll hringtorgin að Reynisvatni. Göngum í kringum vatnið og komum við í skemmtilegum lundum. Gengið verður síðan upp á heiðina fyrir ofan vatnið þar sem hægt er að hleypa hundunum lausum. Munið eftir skítapokum.