9. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ

Dags: 1. desember 2022
Staðsetning: Spíran Garðheimum.

Mættar: Anna Þ. Bachmann, Gerður Steinarrsdóttir, Sunna Gautadóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir og Valka Jónsdóttir.

Fundarstjóri: Anna Þ. Bachmann
Fundarritari: Valka Jónsdóttir

Fundur hófst 17.40

Dagskrá:

  • Winter Wonderland sýning
  • Stigahæstu hundar og ræktendur
  • Styrktaraðili deildar
  • Dómari deildarsýningu 2023
  • Önnur mál

Winter Wonderland sýning

Síðasta sýning ársins var vel lukkuð. Alls voru 54 cavalier hundar skráðir til leiks. Dómari var Anne Tove Strande frá Noregi. Deildin gaf  eignarbikar fyrir besta ungliða, bestu tík og besta rakka og Þórshamrar ræktun gaf bikar og medalíur fyrir hvolpa og þakkar stjórnin stuðninginn.

Deildin ákvað að sýna í verki stuðning og samhug ræktendum Cavaliers í Noregi vegna atburðanna þar í landi og báru sýnendur cavalier hunda, auk starfsfólks og fleiri sem vildu, barmnælur með norska og íslenska fánanum. Þetta vakti mikla athygli og umræður um stöðu mála í Noregi. Ræktendur í Noregi hafa sent deildinni þakklæti og lýst því yfir hvað þeim þótti vænt um þetta framtak. 

Stigahæstu hundar og ræktendur

HRFÍ er búið að gefa út hverjir urðu stigahæstu hundarnir og ræktendur. Heiðranir á vegum deildarinnar munu fara fram fljótlega á nýju ári.

Dómari á deildarsýningu 2023

Verið er að leita að góðum dómurum fyrir sýninguna. Mörg nöfn eru komin á listann en ekki búið að taka ákvörðun um við hvern eigi að tala við til að byrja með. Leitað er að dómara sem þekkir mjög vel til tegundarinnar og er sérfróður um hana og þá helst ræktandi einnig.

Önnur mál

Tombóla/hlutavelta: Huga þarf að dagsetningu fyrir þann viðburð en þetta verður fjáröflun fyrir komandi deildarsýningu.

Ársfundur: Huga þarf að dagsetningu fyrir ársfund. Skv. reglum HRFI skal hann vera haldinn janúar – mars ár hvert.