1. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 22. febrúar 2023
Staðsetning: Spíran Garðheimum
Mættar: Anna Þórðardóttir Bachmann, Bergþóra Linda Húnadóttir, Fríða Björk Elíasdóttir, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir
Fundur settur: 17:35
Dagskrá:
1. Stjórn skiptir með sér verkum
– Formaður: Anna Þórðardóttir Bachmann
– Gjaldkeri: Svanhvít Sæmundsdóttir
– Ritari: Sunna Gautadóttir
– Bergþóra Linda Húnadóttir
– Fríða Björk Elíasdóttir
Einnig skipti stjórn með sér öðrum verkefnum sem tengjast starfi deildarinnar.
2. Nefndir
– Göngunefnd: Sunna Gautadóttir fulltrúi stjórnar, Matthildur Úlfarsdóttir, Gunnhildur Björgvinsdóttir Kildelund og Þórhildur Lilja Ólafsdóttir. Óskað hefur verið eftir fleiri í göngunefnd.
– Sýninganefnd: Stjórn ásamt Guðríði Vestars, Kristínu Ósk Bergsdóttur og Völku Jónsdóttur.
– Ræktunarráð: Stórn ásamt Maríu Tómasdóttur.
3. Norðurljósasýning HRFÍ
– Kaupa bikara: Cavalierdeildin gefur bikara og þátttökumedalíur.
– Sjálfboðaliðar: Auglýst eftir sjálfboðaliðum fyrir ýmis verkefni á sýningunni.
4. Önnur mál
– Fleiri mál voru ekki rædd.
Fundi slitið 18:35