Allar færslur eftir Cavalier HRFI

Alþjóðleg haustsýning 7. október 2023

BOB & BOS  
ISJCh RW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers og ISJCh RW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers

Um helgina fór fram alþjóðleg sýning HRFÍ í reiðhöll Spretts í Kópavogi. Skráðir voru samtals um 1.100 hundar og þar af 56 cavalier; 18 hvolpar, 13 rakkar og 25 tíkur en forföll voru hjá einum hvolpi og einni tík. Tveir ræktunarhópar voru sýndir. Dómari var Elisabeth Spillman frá Svíþjóð og Dýrabær gaf verðlaun.

Besti hundur tegundar og jafnframt besti ungliði var ISJCh RW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers með íslenskt meistarastig og alþjóðlegt ungliðameistarastig. Hún varð svo 4. besti ungliði í grúppu 9. Þar sem hún er nú þegar íslenskur ungliðameistari gekk íslenska ungliðastigið niður til Hafnarfjalls Karlottu Emblu. Alþjóðlega stigið gekk einnig niður þar sem ungliðar geta ekki hlotið það stig. Önnur besta tík, ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka, hefur fengið fjögur stig áður og vara alþjóðlega stigið sem Hafnarfjalls Unu Tinna hlaut verður því fullgilt.

Besti hundur af gagnstæðu kyni og besti ungliðarakki var ISJCh RW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers með íslenskt meistarastig og alþjóðlegt ungliðameistarastig. Íslenska ungliðastigið gekk niður til Eldlukku Vetrar Snjós og það alþjóðlega til ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock.

Besti hvolpur 4-6 mánaða var Mjallar Glanni og best af gagnstæðu kyni Mjallar Glóð Esja. Besti ræktunarhópur tegundar kom frá Eldlukku ræktun.

Nánari úrslit urðu eftirfarandi:

Lesa áfram Alþjóðleg haustsýning 7. október 2023

Myndir frá hvolpahittingi

Smellið hér til að sjá fleiri myndir

Cavalierdeild HRFÍ hélt hvolpahitting fyrir hvolpa að eins árs aldri þann 13. september sl. Hittingurinn var haldinn í húsnæði HRFÍ og mættu rúmlega 60 hvolpar með um 100 eigendum sínum. Deildin bauð upp á grillaðar pylsur og gaf Dýrabær öllum hvolpum sem komu gjöf. 

Stjórn deildarinnar þakkar öllum sem kíktu við og við hlökkum til að sjá ykkur á næstu viðburðum.