Allar færslur eftir Cavalier HRFI

Deildarsýning 10. maí 2025

BOB og BOS – Snjallar Hrafntinnu Viska og ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers

Helgina 10.-11. maí var haldin tvöföld deildarsýning í tilefni 30 ára afmælis Cavalierdeildar, sem var formlega stofnuð þann 14. maí 1995. Sýningin fór fram í húsnæði HRFÍ í Hafnarfirði og var mjög góð skráning báða dagana.

Á laugardeginum voru sýndir 18 hvolpar, 23 rakkar og 33 tíkur, auk þriggja ræktunarhópa, afkvæmahóps og tveggja para. Dómari var Nadja Lafontaine frá Danmörku. Sýningarstjóri og hringstjóri var Sóley Halla Möller, ritarar og utanumhald á verðlaunum Anja Björg Kristinsdóttir og Erla Heiðrún Benediktsdóttir, ljósmyndari Ágúst Elí Ágústsson. Deildin færir þeim allra bestu þakkir fyrir störf sín.

Vinningshafar í hverjum flokki og öll fjögur sætin í keppni um bestu tík og besta rakka fengu rósettur og mjög veglega gjafapoka frá Dýrabæ, sérstakar rósettur voru einnig fyrir BOB og BOS. Bestu hvolpar, ungliðar, besti öldungur, besta tík og rakki fengu bikara og hvolpar fengu þátttökumedalíur, en öll verðlaun voru gefin af Dýrabæ.

BH hönnun sá um skreytingar og Dýrabær styrkti deildina á ýmsan hátt. Ekki er mögulegt að halda svona veglega sýningu og hvað þá tvöfalda, án þess að hafa góðan styrktaraðila og þökkum við Dýrabæ kærlega fyrir gott samstarf.

Besti hundur tegundar og þá einnig besti hundur sýningar á laugardeginum var Snjallar Hrafntinnu Viska með íslenskt meistarastig. Hún fékk auk þess afhentan nýjan farandbikar deildarinnar sem mun framvegis verða notaður á deildarsýningum. Bikarinn hefur fengið nafnið Maríubikar til heiðurs Maríu Tómasdóttur (Ljúflings ræktun), sem flutti fyrstu cavalier hundana til landsins og hóf hér ræktun árið 1993. Gefendur bikarsins eru Rúnar Már Sverrisson og Guðbjörg Björnsdóttir (Ljúflings Ísarr Logi og Ljúflings Merlin Logi). Bestur af gagnstæðu kyni var ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers en meistarastigið gekk niður til annars besta rakka, Navenda’s Charm of diamonds.

Besti ungliði var Esju Nætur Viktoría með ungliðameistarastig. Besti öldungur var ISJCh Eldlilju Kastani Coffee og besti öldungarakki ISCh ISVetCh RW-17-21 ISVW-24 Ljúflings Merlin Logi, bæði með öldungameistarastig. Besti hvolpur 3-6 mánaða var Miðkots Tía og besti rakki í sama aldursflokki Mánaljóss Ecco. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Eldlukku Netta Blásól.

Besti ræktunarhópur kom frá Mjallar ræktun, besti afkvæmahópur var Hafnarfjalls Selmu Karlotta ásamt afkvæmum og besta parið Esju Dare To Dream James Bond og Esju Nætur Viktoría.

Úrslit í öllum flokkum má sjá hér að neðan:

Lesa áfram Deildarsýning 10. maí 2025

Kort til sölu

Sérhönnuð tækifæriskort til styrktar Cavalierdeildinni 

Hvort sem tilefnið er afmæli, hvatning eða þakklæti, þá eru þessi glæsilegu kort fullkomið val! Kortin eru hönnuð af Bhhönnun.is sérstaklega í tilefni 30 ára afmælissýningar Cavalierdeildarinnar.

Hvert kort er einstakt og kemur með hvítu umslagi.
Verð: Aðeins 990 kr.
🐶 Allur ágóði rennur óskertur til Cavalierdeildarinnar.

Tryggðu þér kort og styrktu deildina – falleg gjöf sem gleður bæði gefanda og viðtakanda.

Pöntun fer fram í gegnum email – bhhonnun@bhhonnun.is

Guðrúnarverðlaunin

Á aðalfundi Hundaræktarfélags Íslands þann 29. apríl síðastliðinn voru svokölluð Guðrúnarverðlaun afhent í fyrsta sinn. Verðlaunin eru kennd við frú Guðrúnu Ragnars Guðjohnsen heiðursfélaga HRFÍ, en hún gegndi formannsstöðu félagsins um árabil.

Fyrstar til þess að öðlast þessa viðurkenningu voru þær Auður Valgeirsdóttir (Tíbráar Tinda ræktun – Tibetan Spaniel) og okkar eina sanna María Tómasdóttir (Ljúflings ræktun – Cavalier). Þær fengu fallegan minningagrip og blómvönd af þessu tilefni og deildin óskar þeim innilega til hamingju.

Lesa áfram Guðrúnarverðlaunin

Sýningaþjálfun fyrir deildarsýningu

Deildin stendur fyrir sýningaþjálfun þriðjudaginn 22. apríl og mánudagana 28. apríl og 5. maí.

Skráning á þjálfun hér

Nú þegar hefur 80 skráningum verið náð báða dagana á tvöföldu deildarsýninguna en samþykkt hefur verið hækkun upp í 90 hunda og var því aftur opnað fyrir skráningu. Aðeins 10 laus pláss hvorn dag og fer því hver að verða síðastur að skrá.

Skrá á sýningu laugardaginn 10. maí

Skrá á sýningu sunnudaginn 11. maí