Allar færslur eftir Cavalier HRFI

Hvolpasýning 12. apríl 2025

BOB og BOS 3-6 mánaða: Hafnarfjalls Elsu Alex og Miðkots Lauma
BOB og BOS 6-9 mánaða: Eldlukku Möndlu Mía Rós og Eldlukku Netti Hnoðri Eldur

HRFÍ stóð fyrir hvolpasýningu með íslenskum dómurum laugardaginn 12. apríl. Sýningin fór fram í reiðhöll Fáks í Víðidal og voru rúmlega 180 hvolpar á aldrinum 3-9 mánaða skráðir. 

Góð skráning var hjá cavalier eða 13 hvolpar og dómari var Ágústa Pétursdóttir. Besti hvolpur 3-6 mánaða var Hafnarfjalls Elsu Alex og besta tík í sama aldursflokki Miðkots Lauma. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Eldlukku Möndlu Mía Rós og besti rakkahvolpur Eldlukku Netti Hnoðri Eldur. Dýrabær gaf verðlaunabikara og þátttökumedalíur.

Nánari úrslit urðu eftirfarandi:

Lesa áfram Hvolpasýning 12. apríl 2025