Flokkaskipt greinasafn: Ársfundir

Fundargerð ársfundar 2025

Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2025 fyrir árið 2024
Melabraut 17 Hafnarfirði
13. febrúar 2025 kl. 20.00

Fundinn sátu: Stjórn (Anna Þórðadóttir Bachmann, Bergþóra Linda Húnadóttir, Guðríður Vestars, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir) auk 6 fundargesta.

Setning ársfundar

Anna Þórðardóttir Bachmann, formaður deildarinnar, setti fundinn kl. 20:15 og bauð gesti velkomna.

Heiðrun aldursforseta

Aldursforseti deildarinnar árið 2024 er Öðlings Nagli en hann er fæddur 22. október 2009. Hann er því orðinn 15 ára og 4 mánaða. Foreldrar hans voru þau Nettu Rósar Billy og Öðlings Asía, eigandi hans Guðbjörg Ingimundardóttir og ræktandi Sólborg Friðbjörnsdóttir. Við óskum eigendum og ræktanda til hamingju með flottan öldung, en hann er búsettur á Akureyri og var því sjálfur fjarri góðu gamni. Fulltrúar frá fjölskyldu hans, Auður og Oddur, tóku á móti viðurkenningu og blómum sem Anna Þórðardóttur Bachmann formaður afhenti fyrir hönd deildarinnar.

Þess má geta að Skutuls Saxi sem var aldursforseti 2023 kvaddi 3. febrúar sl. þá 16 ára og 6 mánaða og því annar elsti í tegundinni frá upphafi. Sendum við kveðju til eigenda hans og ræktanda.

Lesa áfram Fundargerð ársfundar 2025

Skýrsla stjórnar 2024

Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ haldinn 13. febrúar 2025 í húsnæði Hundaræktarfélags Íslands að Melabraut 17 í Hafnarfirði.

Árið 2024 gerðum við ýmislegt og stendur hæst deildarsýning í apríl.

Starf deildarinnar var fjölbreytt með ýmsum viðburðum. Við héldum sérsýningu í apríl, ræktendur hittust í janúar í ræktendaspjall og í upphafi árs var nýárskaffi þar sem við heiðruðum stigahæstu hunda og ræktendur eftir sýningaárið 2023. Göngur voru ekki margar en farið var í Paradísardal í ágúst og jólagöngu um Hafnarfjörð í desember. Hvolpahittingur var haldinn í maí. Fjórar heilsufarsskoðanir voru á vegum deildarinnar, tvær í Reykjavík og tvær á Akureyri. Deildin hélt yfir 20 sýningaþjálfanir. Í september og nóvember var snyrtistofan Dekurdýr með feldhirðunámskeið fyrir okkur og deildin tók þátt í smáhundadögum hjá Garðheimum bæði í mars og september.

Deildin heldur úti vefslóðinni cavalier.is auk tveggja Facebook síðna þar sem birtar eru fréttir og myndir. Auk þess hélt stjórn reglulega fundi. Einnig voru sendir út hóppóstar til hvolpakaupenda, ræktenda og eigenda rakka á rakkalista.

Samið var við Dýrabæ um að vera styrktaraðili deildarinnar árið 2024.

Í stjórn Cavalierdeildar HRFÍ sátu þetta árið:
Anna Þórðardóttir Bachmann, Bergþóra Linda Húnadóttir, Guðríður Vestars, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir.

Lesa áfram Skýrsla stjórnar 2024

Fundargerð ársfundar 2024

Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2024 fyrir árið 2023
Melabraut 17 Hafnarfirði
27. febrúar 2024 kl. 20.00

Setning ársfundar

Anna Þórðardóttir Bachmann, formaður deildarinnar, setti fundinn kl. 20:10 og bauð gesti velkomna. Lagt var til að fundarstjóri yrði Sigríður Margrét Jónsdóttir og var það samþykkt án athugasemda. Fundarstjóri kom í pontu og staðfesti lögmæti fundarins. 

Öldungur heiðraður

Aldursforseti deildarinnar er Skutuls Saxi en hann er fæddur 2. ágúst 2008 og er því 15 ára og 7 mánaða. Foreldrar hans voru þau Sjarmakots Figaró Freyr og Skutuls Daniela. Eigandi hans er Sara Hákonardóttir og ræktandi Bjarney Sigurðardóttir. Saxi mæti galvaskur á fundinn ásamt fjölskyldu sinni til að taka á móti viðurkenningu og blómum.

Lesa áfram Fundargerð ársfundar 2024

Skýrsla stjórnar 2023

Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ haldinn 27. febrúar 2024 í húsnæði Hundaræktarfélags Íslands að Melabraut 17 í Hafnarfirði.

Árið 2023 gerðum við ýmislegt og stendur hæst deildarsýning og vel heppnaður hvolpahittingur.

Starf deildarinnar var í nokkrum blóma og fjöldi viðburða meiri en oft áður. Við héldum sérsýningu í maí, göngunefnd var með reglulegar göngur, fjölmennur hvolpahittingur var haldinn í september, við heiðruðum stigahæstu hunda og ræktendur ársins á undan og fórum saman út að borða eftir nokkrar sýningar. Tvær heilsufarsskoðanir voru á vegum deildarinnar, boðið var upp á sýnendanámskeið og hélt deildin á þriðja tug sýningaþjálfana. Auk þess hélt stjórn reglulega fundi. Einnig voru sendir út hóppóstar til hvolpakaupenda, ræktenda og rakkaeigenda á rakkalista.

Deildin færði Hundaræktarfélagi Íslands innflutningsgjöf við flutninga félagsins frá Síðumúla 32 á Melabraut 17.

Samið var við Dýrabæ um að vera aðal styrktaraðili deildarinnar árið 2023.

Í stjórn Cavalierdeildar HRFÍ sátu þetta árið:
Anna Þórðardóttir Bachmann, Bergþóra Linda Húnadóttir, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir. Fríða Björk Elíasdóttir lét af stjórnarsetu á árinu.

Lesa áfram Skýrsla stjórnar 2023

Skýrsla stjórnar 2022

Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ haldinn 14. febrúar 2023 á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15, Reykjavík.

Árið 2022 var frábrugðið síðustu tveimur árum að því leyti að við gátum farið að hittast.

Starf deildarinnar var í nokkrum blóma. Við héldum fyrstu sérsýningu deildarinnar frá 2017, göngunefnd gat skipulagt og haft sínar göngur og HRFÍ gat haldið sínar sýningar þar sem við fjölmenntum. Auk þess gat stjórn hist og fundað en ekki bara fundað á fjarfundum.

Í stjórn Cavalierdeildar HRFÍ sátu þetta árið:
Anna Þórðardóttir Bachmann, Gerður Steinarrsdóttir, Sunna Gautadóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir og Valka Jónsdóttir.

Lesa áfram Skýrsla stjórnar 2022

Fundargerð ársfundar 2023

Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2023 fyrir árið 2022
Síðumúla 15, Reykjavík.
14. febrúar 2023 kl. 20.00

Setning ársfundar

Formaður deildarinnar, Anna Þórðardóttir Bachmann opnaði fundinn og bauð fundargesti velkomna. Fundur var settur kl. 20.04.

Öldungur heiðraður

Aldursforseti deildarinnar árið 2022 er Ljúflings Þytur en hann er fæddur 29. september 2007. Hann varð því 15 ára og 3 mánaða um áramótin síðustu. Foreldrar hans eru þau Lanola Pearl Dancer, fæddur í Englandi en kom hingað frá Svíþjóð og Jörsi´s Stuegris innflutt frá Noregi. Eigandi hans Sigríður G. Guðmundsdóttir tók á móti viðurkenningu og blómum. Ræktandi Ljúflings Þyts er María Tómasdóttir.

Kosning fundarstjóra og fundarritara

Formaður lagði til Guðbjörgu Guðmundsdóttur sem fundarstjóra og Völku Jónsdóttur sem ritara og var það samþykkt án athugasemda.  

Lesa áfram Fundargerð ársfundar 2023