Flokkaskipt greinasafn: Fréttir

7. stjórnarfundur 2025-2026

7. stjórnarfundur 2025-2026

3. desember 2025 kl. 17:00

Staðsetning: Spíran Garðheimum

Mættar: Anna Þórðardóttir Bachmann, Guðríður Vestars, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir

Fundur settur kl. 17:20

Milli funda: 

  • Sett inn auglýsing um jólagöngu í Hafnarfirði sem verður næsta sunnudag 7. desember kl. 13.
  • Ákvörðun tekin um dómara fyrir deildarsýningu 2026
  • Stjórn HRFÍ samþykkti ekki að innskráningargjald (nú 1.000 kr.) fyrir heilsufarsvottorð sem fara inn á Hundavefinn, yrði fellt niður í hóphjartaskoðunum deildarinnar. Ákveðið var þó að gefa 50% afslátt af gjaldinu í hópskoðun á vegum deildarinnar. Stjórn Cavalierdeildar lagði til að við myndum þá hafa innskráningargjald innifalið í verði skoðunar og innheimta þannig gjaldið strax, deildin skilar því svo inn til HRFÍ. Þessi tillaga var samþykkt.

Dagskrá:

  1. Farið yfir úrslit sýningar 28.-30. nóvember

Sara Nordin dómari var nokkuð spör á meistaraefni, gaf yfirleitt bara eitt í hverjum flokki. Íslensku ungliðameistarstigin nýttust því ekki á þessari sýningu. Hún nefnir mjög oft hallandi croup í umsögnum og einnig of litlar tennur. 

  1. Farið yfir aungskoðun 13.-15. nóvember 

Einn hundur fór í ræktunarbann (vegna RD Geografisk) og einn sem á að koma í endurmat innan 12 mánaða. Annað svipað og áður, alltaf eitthvað um CD og aukaaugnhár.

  1. MRI skönnun vegna SM

Við þurfum að ná að setja ferlið í gang sem allra fyrst eftir áramót. Nú berast fréttir af hertum kröfum í fleiri tegundum í löndunum í kringum okkur. Eftir cavalier ræktunarbannið í Noregi getum við verið nokkuð viss um að okkar tegund er ofarlega á blaði víða, varðandi það að rannsaka ræktunarklúbba og mögulega herða reglur. Okkar tillaga um fyrsta skref hér er að MRI skanna þá undaneldisrakka sem hafa verið mikið notaðir nú þegar og við teljum að verði mikið notaðir í framtíðinni. Erum þá að sjá fyrir okkur um 4-6 hunda til að byrja með, þá finnum við hvernig allt ferlið gengur fyrir sig og vonandi væri þá hægt að hafa stærri hópskoðun stuttu seinna. 

  1. Heiðrun 

Stefnum á heiðrun fyrir stigahæstu hunda og ræktendur í janúar. Hingað til höfum við gert þetta með mismunandi viðburðum, t.d. farið út að borða saman og síðast var þetta gert á sama tíma og bingó. Spurning hvort við förum út að borða núna eða höldum pálínuboð í húsnæði HRFÍ og þá er hægt að hafa hunda með. Allar tiillögur velkomnar. Nú verður afhentur farandbikar til stigahæsta ræktanda.

  1. Deildarsýning

Næsta vor, helgina 18.-19. apríl, verður haldin tvöföld deildarsýning eins og í ár og dómararnir Viera Stloukalová frá Slóvakíu og Mark Sedgwick frá Bretlandi hafa þegið boð okkar um að koma að dæma. Næst á dagskrá er að panta flug og hótel fyrir þau.

Fundi slitið kl. 19

Fundargerð ritaði Sunna Gautadóttir

Winter Wonderland sýning 30. nóvember 2025

BOB og BIG4 – C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh RW-24-25 VOLW-25 ISW-23-24 Bonitos Companeros Mr. Spock
Mynd: Ágúst Elí Ágústsson

Winter Wonderland & Ísland Winner sýning, þar sem gefin voru Norðurlandameistarastig og Crufts qualification, fór fram helgina 29.-30. nóvember en cavalier var sýndur á sunnudeginum. Dómari var Sara Nordin frá Svíþjóð sem sjálf er ræktandi í tegundinni. Meiriháttar skráning var hjá okkur eða samtals 61 hundur, þó einhver forföll hafi orðið. Þrír ræktunarhópar voru einnig sýndir. Vonandi heldur deildin áfram að fjölmenna svona á sýningar næsta árs. Dýrabær sem er okkar trausti styrktaraðili gaf verðlaunabikara eins og áður.

Besti hundur tegundar og einnig 4. besti hundur í tegundahópi 9 var C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh RW-24-25 VOLW-25 ISW-23-24 Bonitos Companeros Mr. Spock. Best af gagnstæðu kyni með íslenskt og Norðurlandameistarastig var Snjallar Silfraða Sylgja. Bæði fá þau titilinn Ísland Winner ‘25 og Crufts qualification. Íslenska rakkameistarastigið gekk niður til ISJCh VOLJW-25 Bonitos Companeros Jailbreak og Norðurlandameistarstigið til C.I.B. C.I.B.-J NOCh DKCh SECh ISCh Pecassa’s Mister Power Of Sprudle, sem verður þar með Norðurlandameistari.

Besti ungliði tegundar var ISJCh VOLJW-25 Bonitos Companeros Jailbreak og besta ungliðatík ISJCh Hafnarfjalls Elsu Emma. Bæði með Norðurlanda-ungliðameistarastig, titilinn ISJW-25 og Crufts qualification. Bonitos Companeros Jailbreak var að fá sitt annað Norðurlandastig og verður því Norðurlanda-ungliðameistari. Hann varð einnig í 4. sæti í keppni um besta ungliða tegundahóps 9.

Besti ræktunarhópur tegundar var frá Hafnarfjalls ræktun. Nánari úrslit má sjá hér að neðan:

Lesa áfram Winter Wonderland sýning 30. nóvember 2025

Hvolpasýning 28. nóvember 2025

BOB 6-9 mán – Miðkots Esja

Þann 28. nóvember var haldin hvolpasýning í reiðhöll Fáks í Víðidal. Samtals voru 9 cavalier hvolpar skráðir og dómari var Sara Nordin frá Svíþjóð. Dýrabær gaf verðlaun og þátttökumedalíur.

Besti hvolpur 6-9 mánaða var Miðkots Esja sem komst einnig í 6 hvolpa úrtak í úrslitum um besta hvolp sýningar. Einn rakki var skráður í flokk 3-6 mánaða og 3 í flokk 3-6 mánaða en Sara Nordin var nokkuð ströng í dómum og fengu þeir allir einkunnina lofandi. Henni leist betur á tíkur 6-9 mánaða og þar var sætaröðun eftirfarandi:

Tíkur 6-9 mánaða (5)

  1. sæti SL Miðkots Esja, eig. María Árnadóttir, rækt. Sunna Gautadóttir
  2. sæti SL Miðkots Askja, eig. og rækt. Sunna Gautadóttir
  3. sæti SL Hafnarfjalls Birtu Bára, eig. Stefanía Vilhjálmsd. Reykdal, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  4. sæti SL Snjallar Silfraða Snælda, eig. og rækt. Steinunn Rán Helgadóttir

Opin sýning 25. október 2025

BOB og BIS-3
ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers
Ljósmyndari: Hildur Pálsdóttir

Laugardaginn 25. október fór fram opin æfingasýning á vegum sýningadómaranefndar HRFÍ í reiðhöll Fáks í Víðidal. Þar fengu tilvonandi dómaranemar að spreyta sig og var góð skráning á sýninguna, samtals 160 hundar. Cavalierdeild lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og voru skráðir 18 cavalier hundar.

Besti hundur tegundar var ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers, dómari Sigríður Margrét Jónsdóttir. Best af gagnstæðu kyni var ISJCh VOLJW-25 Esju Nætur Viktoría. Úrslit um besta hund sýningar dæmdi síðan María Björg Tamimi og varð Eros þriðji besti hundur sýningar.

Besti hvolpur 3-6 mánaða var Eldlukku Töru Ögri. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Miðkots Askja og besti rakki í sama aldursflokki Brellu Sahara Þinur Dropi.

Nánari úrslit:

Lesa áfram Opin sýning 25. október 2025