Flokkaskipt greinasafn: Fréttir

Áríðandi tilkynning – frestun á augnskoðun

Vegna takmarkanna við landamæri Íslands í tengslum við Covid 19 faraldurinn getur HRFÍ ekki staðið fyrir augnskoðun sem fyrirhuguð var 2.-5. september næstkomandi. Augnskoðuninni verður því frestað þar til aðstæður leyfa framkvæmd hennar. Þeir sem þegar hafa bókað tíma í augnskoðun hvort sem er á Akureyri eða í Reykjavík eiga áfram tímann og því forgang þegar hún verður haldin. Hægt er að bóka tíma í augnskoðun á skrifstofu félagsins.

http://www.hrfi.is/freacutettir/ariandi-vegna-frestunar-augnskounar-i-september-og-aframhaldandi-svigrum-vegna-vottora

Kynning hjá HRFÍ á endurskoðun 10. Kafla

Í kvöld verðu kynning hjá HRFÍ á endurskoðun 10. Kafla ræktunar reglna ásamt skilyrðum um ræktunar einstakra hundakynja. Hvetjum ræktendur til að mæta.
Þeir sem eiga ekki heimangengt geta fylgst með streymi.

Endurskoðun á 10 kafla reglna um skráningu í ættbók.

Í kvöld fer fram kynning á endurskoðuðum 10. kafla í reglum um skráningu í ættbók. Kynningin hefst kl. 18 og fer fram á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15. Streymt verður frá kynningunni og verður hægt að hlusta á hana hér: Cisco webex.
​Hægt verður að smella á „Join“ þegar kynningin hefst með því að setja inn nafn og netfang, hægt að nota bæði í síma og tölvu.