
Loksins kom vorið og var mjög vel mætt í göngu deildarinnar um Elliðaárdalinn sunnudaginn 2. apríl. Samtals voru hundarnir 17 og 14 tvífætlingar fylgdu með. Fleiri voru úti að njóta veðurblíðunnar á sama tima og mættum við fullt af göngu-, hjóla- og hestafólki.
Næsta ganga er áætluð miðvikudagskvöldið 17. maí kl. 19 en þá ætlum við að ganga í kringum Reynisvatn og vonum til þess að sjá sem flesta.