Flokkaskipt greinasafn: Fréttir

Elliðaárdalur

Loksins kom vorið og var mjög vel mætt í göngu deildarinnar um Elliðaárdalinn sunnudaginn 2. apríl. Samtals voru hundarnir 17 og 14 tvífætlingar fylgdu með. Fleiri voru úti að njóta veðurblíðunnar á sama tima og mættum við fullt af göngu-, hjóla- og hestafólki.

Næsta ganga er áætluð miðvikudagskvöldið 17. maí kl. 19 en þá ætlum við að ganga í kringum Reynisvatn og vonum til þess að sjá sem flesta.

2. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2023-2024

2. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 29. mars 2023

Staðsetning: Starengi 62

Mættar: Anna Þ Bachmann, Bergþóra Linda H, Fríða Björk Elíasdóttir, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir

Fundur settur: 17:15

Dagskrá:

 • Gögn deildarinnar yfirfarin
 • Hjartaskoðun er á döfinni fljótlega og verður auglýst nánar síðar
 • Önur mál: Innflutningsgjöf HRFÍ rædd

Fundi slitið 18:15

Aprílganga

Næsta ganga verður sunnudaginn 2. apríl kl. 12.

Við hittumst á bílastæðinu fyrir neðan veg á móti Dýraspítalanum í Víðidal og göngum um efri hluta Elliðaárdals. Þetta er taumganga, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokum.

Viðburðurinn á Facebook

Stig ræktenda á sýningaárinu 2023

Staðan eftir sýningu 6. maí 2023 (birt með fyrirvara um villur)

 • Hafnarfjalls ræktun: 11 stig
 • Litlu Giljár ræktun: 10 stig
 • Eldlukku ræktun: 8 stig
 • Þórshamrar ræktun: 7 stig
 • Snjallar ræktun: 3 stig
 • The Enchanting Dreamcatchers kennel: 2 stig
 • Bonitos Companeros kennel: 2 stig
 • Brellu ræktun: 1 stig
 • Kvadriga’s kennel: 1 stig
 • Mjallar ræktun: 1 stig
 • Navenda’s kennel: 1 stig
 • Teresajo ræktun: 1 stig

Stig hunda á sýningaárinu 2023

Staðan eftir deildarsýningu 6. maí 2023 (birt með fyrirvara um villur)

 • ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka: 10 stig
 • ISJCh ISW-22 ISJW-22 Eldlukku Ljúfi Bruno: 10 stig
 • Eros The Enchanting Dreamcatchers: 10 stig
 • ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock: 8 stig
 • Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers: 7 stig
 • Snjallar Silfraða Sylgja: 5 stig
 • Þórshamrar Sölku Sjöfn: 5 stig
 • ISJCh Þórshamrar Þór: 5 stig
 • ISJCh ISJW-22 Litlu Giljár Blær: 3 stig
 • ISJCh RW-22 Mjallar Týr: 3 stig
 • Hafnarfjalls Unu Tinna: 1 stig
 • Litlu Giljár Bono: 1 stig
 • Navenda’s Charm of diamonds: 1 stig
 • Snjallar Kastaní Björt á brá: 1 stig

Ganga um Grafarvog 12. mars

Stefnt er á göngu um Grafarvog sunnudaginn 12. mars kl. 12.

Hittumst við Grafarvogskirkju og göngum saman hringinn í kringum Grafarvog, rétt rúmlega 4 km. Ef veður er gott er hægt að bæta við hring upp að Keldum og þá er hringurinn 5 km. Þetta er taumganga, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokum.

Viðburðurinn á Facebook