Flokkaskipt greinasafn: Fréttir

Gangan um Gróttu

Það var fámennt en góðmennt í Seltjarnarnesgöngu deildarinnar á laugardaginn enda veðurspá alls ekki hagstæð mönnum og ferfætlingum. Vonandi verða veðurguðirnir okkur hliðhollari í næstu göngu þann 14. október, en þá hittumst við Grafarvogskirkju og göngum niður í voginn og göngum í kringum Grafarvog. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.Göngunefndin.

Öfugur hnerri – hvað er það?

Stundum geta spenntir hundar allt í einu staðið kyrrir og byrja að gefa mjög hátt þefhljóð/gaggandi hljóð aftur og aftur eins og þeir séu að kafna og eigi erfitt með andardrátt.

Í cavalier heiminum er þetta þekkt sem „Cavalier Snort“ eða „Reverse sneeze“. Hér má finna myndband sem sýnir þessi einkenni hjá Cavalier. Þetta einkenni finnst hjá mörgum hundategundum en er þó algengara hjá hundategundum með styttra trýni.

Það sem gerist er að í stað þess að loft fari út um nef þegar hundurinn hnerrar þá fer loft snögglega inn í öndunarfærin í öfugum hnerra.

Ástæður eru yfirleitt einhver spenna eða breytingar í umhverfi hundsins sem kemur þessu af stað. Mikilvægt að eigendur haldi ró sinni því áhyggjur eiganda getur ýtt undir að öfugur hnerri aukist eða viðhaldist í lengri tíma.

Lesa áfram Öfugur hnerri – hvað er það?

Sýningahelgin 21. – 22. ágúst 2021 hjá Hundaræktarfélag Íslands.

Haldin var tvöföld ágústsýning helgina 21. og 22. ágúst á Víðistaðatúni í Hafnarfirði og í Víðidal í Reykjavík eftir langt hlé eða rúmlega eitt og hálft ár sökum Covid19.  Tilhlökkun var mikil hjá ræktendum og eigendum hunda. Það sýndi sig, því alls voru 107 Cavalierar skráðir á þessar tvær sýningar sem er næst mesti fjöldi skráninga hjá einni tegund þessa helgina.  Vel gert!!

Tegundin uppskar líka tvo nýja meistara þessa helgina og einn juniormeistara sem er aldeilis fínn árangur.

Hér má sjá úrslit frá Reykjavík Winner og NKU sýningunni sem haldin var 21. ágúst 2021

Hér má sjá úrslit frá   Alþjóðlegu sýningunni sem haldin var 22. ágúst 2021

Sumarskemmtun í Sólheimakoti – ganga og grill

Nú er komið að árlegum hittingi í Sólheimakoti.

Eins og hefð hefur verið þá hittumst í Sólheimakoti, göngum saman hring um svæðið við kotið og komum með eitthvað gott og létt á grillið. Spjöllum saman og leyfum okkar yndum að leika saman. Þetta er einstaklega góður viðburður til að kynnast öðrum í deildinni og umhverfisvenja og þjálfa hundana til að eiga í samskiptum við aðra sína líka. Því þarna mega þeir vera frjálsir og eiga óheft samskipti.

Á ætla má að viðburðurinn sé einn og hálfur til tveir tímar. Gott er að vera í góðum skóm og auðvitað koma með eitthvað á grillið . Deildin mun útvega drykkjarföng, gos og vatn (í dósum).

Munið eftir skítapokum.

Lesa áfram Sumarskemmtun í Sólheimakoti – ganga og grill

Öldungar

Cavalierdeildin leitar að öldungum.

Ef þið vitið um Cavalier sem er 11 ára og eldri og er ekki á öldungalista deildarinnar en þið viljið koma þeim þangað þá endilega sendið okkur póst á : cavalierdeildinhrfi@gmail.com með upplýsingum um nafn, kyn, lit, foreldra, fæðingardag, eiganda og ræktanda og ef hundurinn er látinn dánardag. Eins er hægt að senda okkur myndir af öldungunum og er þær þá settar í myndaalmbúmið á heimasíðunni undir Myndir/öldungar.

Eins viðjum við biðja þá sem eiga hunda sem skráður eru lifandi á öldungalistanum en hundurinn er farinn yfir regnbogabrúnna að senda okkur dánardag svo við getum uppfært listann. Jafnframt er gott að fá meldingu um að öldungur sé enn á lífi.

Stjórnin