Flokkaskipt greinasafn: Fréttir

Ganga um tjörnina í Reykjavík

Mynd: Svanhvít

Laugardag 12. mars hittumst við hjá Ráðhúsi Reykjavíkur og gengum umhverfis tjörnina í Reykjavík. Margir fóru tvo hringi en sumir létu einn hring nægja. Það voru átta manns mættir með níu hunda. Upphaflega átti gangan að vera í Paradísardal en vegna leysinga og veðurs undanfarið var ákveðið að fara frekar umhverfis tjörnina í Reykjavík. Færðin var góð og fengum við bæði sól og snjókomu. Þetta var síðasta skipulagða ganga göngunefndarinnar þetta starfsárið og óskum við eftir fólki í nýja göngunefnd sem skipuð verður á ársfundi deildarinnar 17. mars nkþ

Kveðja göngunefndin

Starfsárið 2021 – ársfundur

Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ verður fimmtudaginn 17. mars 2022 kl. 20:00 í húsnæði Hundaræktarfélags Íslands að Síðumúla 15 2. hæð. Að þessu sinni eru tvö sæti laus í stjórn.

„Kosningarrétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni”.

Dagskrá

 • Öldungur heiðraður
 • Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 • Formaður leggur fram og skýrir skýrslu stjórnar um starfsemi deildarinnar fyrir árið.
 • Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga deildarinnar. 
 • Niðurstöður málstofu og forgangsröðun verkefna
 • Kynning á breytingum á kröfum um heilsufar ræktunardýra
 • Heiðrun stigahæstu hunda ársins 2021.
 • Kaffi og spjall
 • Kosning í stjórn 
 • Val í göngunefnd.
 • Önnur mál.

Með kærri kveðju,

Stjórn Cavalierdeildarinnar

Fulltrúaráðsfundur um húsnæðismál HRFÍ

Ágætu félagsmenn.

HRFÍ hefur óskað eftir því að fá álit og hugmyndir frá félagsmönnum og að fulltrúar deildarinnar komi með 5 – 10 áhersluatriði tengd markmiðum og grunngildum í
starfsemi félagsins. Sömuleiðis er óskað eftir að þau atriði endurspegli áherslur deildarinnar okkar.

Þar sem boðið kom ansi seint til okkar þá er ansi stuttur fyrirvari á þessu en við látum ekki það á okkur fá.

Við viljum biðja ykkur öll sem hafið hugmyndir eða ábendingar sem þið viljið koma á framfæri ir að senda okkur tölvupóst eða hringja til okkar í stjórn.

https://cavalier.is/stjornin/stjornin/

Fundurinn verður haldinn 15. mars nk.

Úrslit frá Norðurljósa-sýningu HRFÍ 5. – 6. mars 2022

Alþjóðleg hundasýning HRFÍ var haldin í Reiðhöll Spretts í Kópavogi dagana 5. -6. mars 2022.

Cavalierinn var sýndur á sunnudeginum 6. mars og voru 50 skráðir, þar af 8 hvolpar, allir  í eldri hvolpa flokknum.  Auk þess voru 5 ræktunar- og afkvæmahópar skráðir. Dómari var Hassi Assenmacher-Feyel frá Þýskalandi.  

BOB var ISJCh  Bonitos Companeros Mr. Spock og BOS Hrísnes Lukka. Bæði fengu Cacib stig, NLM stig og meistarastig.

BOB og BOS Myndina tók Svanhvít Sæmundsdóttir

Besti ungliði tegundar var Mjallar Týr og besti ungliði af gagnstæðu kyni Hafnarfjalls Karlottu Elsa.  Bæði fengu ungliðameistarastig og er það annað ungliðameistarastig Mjallar Týs og hann því orðinn ungliðameistari.

Besti hvolpur tegundar var Litlu Giljár Blær, sem gerði sér lítið fyrir og varð 2. besti hvolpur sýningar dagsins í þessum aldursflokki. BOS hvolpur var Litlu Giljár Bono.

Besti öldungur var Eldlukku Ögri sem fékk sitt þriðja öldunga meistarastig og hann því orðinn öldungameistari.  Hann er jafnframt fyrsti öldungameistari tegundarinnar hér á landi. 

Nánari úrslit voru eftirfarandi:

Lesa áfram Úrslit frá Norðurljósa-sýningu HRFÍ 5. – 6. mars 2022

Ganga um Reynisvatn, Grafarholti

Laugardag 12. febrúar kl. 12:00 verður fyrsta cavalier ganga ársins.

Við hittumst við Húsasmiðjuna í Grafarholti og ökum í samfloti að Reynisvatni.  Göngum í kringum vatnið og komum við í skemmtilegum lundum. Gengið verður síðan upp á heiðina fyrir ofan vatnið þar sem hægt er að hleypa hundunum lausum.  Munið eftir skítapokum.

15. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2021-2022

Fundur haldinn rafrænt á Teams þann 6. febrúar 2022

Mættar: Gerður Steinarrsdóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir, Valka Jónsdóttir.

Dagskrá:

 • Dómur um ræktunarbann í Noregi
 • Ársfundur fyrir liðið ár 2021
 • Deildarsýning 
 • HRFÍ- Sýning í mars
 • Vorhátíð í Sólheimakoti –  Tombóla
 • Cavalier – Ganga
 • Fræðslumoli
 • Önnur mál
Lesa áfram 15. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2021-2022