Flokkaskipt greinasafn: Fréttir

Sýningar – breyttar dagsetningar

Eins og öllum er kunnugt er ný covid bylgja farin af stað á höfuðborgarsvæðinu og stjórnvöld að mælast til aukinnar varkárni almennings. Í því ljósi höfum við endurmetið stöðuna varðandi fyrirhugaðar sýningar og ákveðið að meistarasýningar sem eru á dagskrá næstu helgi, 26. og 27. september, verði færðar aftur um mánuð, eða til 24. og 25. október. n.k. Þá verði hvolpasýningin sem auglýst er 3.-4. október færð aftur til 17.-18. október. Dagsetning meistarasýningar og keppni ungra sýnenda þann er 10.-11. október verður óbreytt.

Lesa áfram Sýningar – breyttar dagsetningar

Sýningaþjálfun Cavalierdeildar HRFÍ.

Cavalierdeild HRFÍ bíður til sýningarþjálfunar mánudaginn 21 september að Eirhöfða 14 Reykjavík, kl. 18:00.

Allir borðhundar eru velkomnir.

Skiptið kostar kr. 1000,- og allur ágóði rennur til Cavalierdeildar HRFÍ.

Munið eftir hundinum, sýningataum, nammi og skítapokum.

• Endilega staðfestið þátttöku hér á viðburðinum. 

Göngu dagsins frestað til morguns fimmtudagsinn 17. sept kl. 18:30

Cavalierdeild HRFí býður til göngu á Geldinganes í Grafarvogi.

Hittumst við Geldinganes í Grafarvogi og göngum þaðan eftir vegslóða yfir í Geldinganes. Gengið verður um um nesið og hundunum leyft að leika sér, ágætt svæði til að leika og um að gera að hafa leikföng eins og bolta eða frisbí. Þeir sem vilja geta kíkt í fjöruna á bakaleiðinni. Þetta er auðveld ganga og gott leiksvæði. Gangan er rúman klukkutíma og við allra hæfi. Gengið á göngustíg. Þetta er lausaganga, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir vegna slysahættu.
Munið eftir skítapokum.

Göngutími er rúm klukkustund.

Við hvetjum ykkur til að mæta í þessar sameiginlegu gönguferðir, þar gefst cavaliereigendum tækifæri til þess að kynnast og hundarnir læra að umgangast aðra hunda.

ATH! Fólk sem er með lóðatíkur er vinsamlegast beðið um að taka lóðatíkur ekki með í göngurnar og skal miða við 25 daga frá því að tík byrjar að lóða.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Göngunefnd Cavalierdeildar HRFÍ

Hér er slóð á þáttöku viðburðar; www.facebook.com/events

SýningaÞjálfun og september ganga

í næstu viku er nóg að gera en þá er sýningaþjálfun á Eirhöfða 14, mánudaginn 14. september kl. 18, munið eftir hundinum, sýningataum, nammi og skítapokum, já og 1000 kr sem renna til félagsins.  Nánar um það hér https://www.facebook.com/events/351917595944730/

Miðvikudaginn 16. september er fer svo september gangan fram en að þessu sinni verður gengið um Geldinganes, lagt verður af stað kl. 18.30. Sjá nánar hér https://www.facebook.com/events/320427825874619

Meistarastigssýning HRFÍ

HRFÍ heldur röð meistarastigssýninga í samstarfi við Félag sýningadómara HRFÍ og ræktunardeildir 26. og 27. september og 10. og 11. október n.k. í reiðhöllinni Mánagrund í Reykjanesbæ. Þá verður keppni ungra sýnenda haldin á sama stað þann 10. október n.k. Skráning fer fram á Hundeweb.dk, nánar um skráningu má finna hér.
Skráningafrestur fyrir sýningarnar 26. og 27. september er 21. september kl. 23:59.
Skráningafrestur fyrir sýningarnar 10. og 11. október er 5. október kl. 23:59.

Lesa áfram Meistarastigssýning HRFÍ

Áríðandi tilkynning – frestun á augnskoðun

Vegna takmarkanna við landamæri Íslands í tengslum við Covid 19 faraldurinn getur HRFÍ ekki staðið fyrir augnskoðun sem fyrirhuguð var 2.-5. september næstkomandi. Augnskoðuninni verður því frestað þar til aðstæður leyfa framkvæmd hennar. Þeir sem þegar hafa bókað tíma í augnskoðun hvort sem er á Akureyri eða í Reykjavík eiga áfram tímann og því forgang þegar hún verður haldin. Hægt er að bóka tíma í augnskoðun á skrifstofu félagsins.

http://www.hrfi.is/freacutettir/ariandi-vegna-frestunar-augnskounar-i-september-og-aframhaldandi-svigrum-vegna-vottora