
Myndina tók Sunna Gautadóttir, ljósmyndari
Síðasta sýning ársins, Winter Wonderland sýningin, fór fram helgina 27. – 28. nóvember í glæsilegri reiðhölls Spretts í Kópavogi. Sýningin var NKU og Crufts qualification sýning. Þetta var stærsta sýning félagsins frá upphafi en alls voru 1.150 hundar skráðir. 50 cavalierar voru skráðir þar af 12 hvolpar. Svein Bjarne Helgesen frá Noregi dæmdi cavalierana.
BOB var ISCh RW-17-21 Ljúflings Merlin Logi og BOS ISCh ISJCh RW-17-21 Teresajo Sabrina Una, bæði fengu NCAC stig og Crufts qualification. Þetta var þriðja NCAC stig Teresajo Sabrinu Unu og hún því orðinn Nordic meistari. Rakkameistarastigið kom í hlut Bonitos Companeros Mr. Spock og tíkarmeistarastigið kom í hlut Hrísnes Lukku. Besti ungliði með ungliðameistarastig var Mjallar Týr. Einnig fékk Hafnarfjalls Unu Brák ungliðameistarastig. Besti öldungur var Eldlukku Salka. Besti hvolpur 4 – 6 mánaða var Koparlilju Erró og besti hvolpur 6 – 9 mánaða Snjallar Silfraða Sylgja.
Nánari úrslit voru eftirfarandi:
Lesa áfram Úrslit af Winter Wonderland sýningu HRFÍ 27. – 28. nóvember 2021