Flokkaskipt greinasafn: Fréttir

Stigahæstu hundar og ræktendur 2024

Síðastliðinn sunnudag 19. janúar hélt Cavalierdeildin bingó og í leiðinni voru stigahæstu hundar og ræktendur sýningaársins 2024 heiðraðir. Við viljum þakka öllum fyrirtækjum og einstaklingum sem styrktu okkur með bingóvinningum kærlega fyrir veglegar gjafir. Einnig þökkum við öllum sem mættu á viðburðinn og styrktu þannig deildina.

Hér að neðan má sjá stigahæstu hunda og ræktendur en fleiri myndir frá viðburðinum eru á Facebook síðu deildarinnar.

Stigahæsti hundur tegundar 2024
C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh ISW-23-24 RW-24 Bonitos Companeros Mr. Spock
Eig. Arna Sif Kærnested og Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Markus Kirschbaum
Lesa áfram Stigahæstu hundar og ræktendur 2024

7. stjórnarfundur 2024-2025

7. stjórnarfundur 2024-2025

25. nóvember 2024 kl. 17:00

Staðsetning: Spíran Garðheimum

Mættar: Anna Þórðardóttir Bachmann, Bergþóra Linda Húnadóttir, Guðríður Vestars, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir

Fundur settur kl. 17:15

Dagskrá fundar:

  1. Úrslit sýningar 24. nóvember

Úrslit sýningar yfirfarin. Dreifing Excellent og Very good í dómum í tegundinni okkar var nokkuð svipuð á þessari sýningu og oft áður, en það sem vakti athygli var að dómarinn Veli-Pekka Kumpumäki frá Finnlandi setti Disqualified á fjóra hunda. Það er saldan gert en í þessu tilfelli var það helst vegna frávika á tönnum. Margir aðrir dómarar láta þá nægja að lækka einkunn niður í Very good eða jafnvel Good.

Cavalier átti svo sannarlega daginn í heildarúrslitum dagsins um bestu hunda sýningar. Besti hvolpur 4-6 mánaða var Esju Nætur Viktoría og 4. besti hvolpur 6-9 mánaða Snjallar Tjaldur. Mjallar Garpur varð 3. besti ungliði í tegundahópi 9 og ISCh ISVetCh RW-17-21 Ljúflings Merlin Logi komst í 7 hunda úrtak í keppni um besta öldung sýningar. Besti ræktunarhópur dagsins var frá Hafnarfjalls ræktun og síðast en ekki síst náði NORDICCh ISCh ISJCh ISW-23 RW-24 Bonitos Companeros Mr. Spock þeim stórkostlega árangri að verða 4. besti hundur sýningar. 

Til gamans má einnig geta þess að stigahæstu ungu sýnendur ársins, bæði í yngri og eldri flokki, fóru inn í hring með cavalier þegar heiðrun fór fram. Tegundin okkar var því mjög áberandi í úrslitum sem var mög skemmtilegt.

  1. Viðburðir 

Jólaganga í Hafnarfirði á dagskrá laugardaginn 7. desember, viðburður á Facebook.

Sýningaþjálfun fyrir nóvembersýningu gekk mjög vel, það var góð mæting og var þetta því öflug fjáröflun fyrir deildina.

Á nýju ári þarf að fara af stað með fjáröflun fyrir deildarsýningu og stefnum við m.a. á að hafa bingó.

Fundi slitið kl. 18:15

Fundargerð ritaði Sunna Gautadóttir