Flokkaskipt greinasafn: Sýningar

Heiðrun

Síðastliðið fimmtudagskvöld 9. febrúar fórum við saman út að borða á vetingastaðnum 20&Sjö Mathús, til þess að heiðra stigahæstu hunda og ræktendur síðasta árs. Við þökkum öllum sem sáu sér fært að mæta fyrir frábæra samverustund og sérstakar þakkir fær Dýrabær fyrir veglegar gjafir til vinningshafa.

Stigahæsti hundur ársins var ISCH ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka
Eigandi Steinunn Rán Helgadóttir, ræktandi Svanborg S. Magnúsdóttir
Lesa áfram Heiðrun

Áhugaverð og spennandi NKU Norðurlandasýning HRFÍ 20. – 21. ágúst

NKU Norðurlandasýning og fer fram dagana
20.-21. ágúst og verður haldin á Víðistaðatúni í Hafnarfirði

Keppni ungra sýnenda fer fram á laugardegi.

Dómarar helgarinnar verða: 
– Annette Bystrup (Danmörk),
– Arvid Göransson (Svíþjóð),
– Henric Fryckstrand (Svíþjóð),
– Jussi Liimatainen (Finnland),
– Laurent Heinesche (Lúxemborg),
– Massimo Inzoli (Ítalía),
– Sjoerd Jobse (Svíþjóð),
– Tiina Taulos (Finnland) og
– Viktoría Jensdóttir (Ísland).

Fyrri skráningafrestur lýkur þann 10. Júlí kl 23:59  og lokast alfarið fyrir skráningu þann 24. júlí kl 23.59
– Gjaldskrá 1: sunnudagurinn 10. júlí, kl. 23:59
– Gjaldskrá 2: sunnudagurinn 24. júlí, kl. 23:59

Hvetjum við Cavalier eigendur að láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara.

Skráning fer fram á hundavef HRFÍ http://www.hundavefur.is
Nánari upplýsingar má finna á vef HRFÍ hér