Skráning: Mæting á þjálfun

Skráning: Mæting á þjálfun

Nadja Lafontaine frá Danmörku sem dæmdi deildarsýningu laugardaginn 10. maí hefur nú sent okkur smá texta með því sem hún tók helst eftir í stofninum.
First I would like to thank the club, for inviting me to judge at your 30th anniversery, it was a great honor for me, and I had a wonderful time.
I have to say, you have some of the best whole colours I have seen in the Nordic countries, well done and keep up the good work.
In your partycolour males, you really need to watch the size and type, many was to big with to heavy heads, in the girls you had better quality, but remember the type when you breed.
Your temperaments was really good, so keep doing what you have been doing there.
I do think you have some quality to work with, but when you import then have paitience, and wait for the right one, it can take years, but that’s okay it takes time to make a good dog.
In all I had a lot of fun judging at your show, you really know how to organice a show to remember, well done.
Best wishes
Nadja Lafontaine
Miyuki Kotani sem dæmdi á afmælissýningu deildarinnar sunnudaginn 11. maí sl. hefur sent okkur smá pistil um hvað henni fannst um stofninn á Íslandi. Hér á eftir er sá texti:
My sincere thanks to the club for the opportunity to judge at this special show and showing us around your amazing and fascinating country. Thanks also to steward for smooth running of the show and secretary for typing critique. And to all exhibitors for bringing your dog under me and accepting my decisions in sporting way. Club made huge effort to mark 30th year and venue owned by Iceland KC was decorated nicely and there was plenty rosettes and prizes on offer.
I was very looking forward to this appointment and wondered about cavaliers in Iceland. Now I have seen them and here’s some of my thoughts.
Standard calls for Active, graceful and well balanced, with gentle expression. It’s not easy getting everything right but ones I found close to ideal were not bred in Iceland. There were few that I thought lovely so it can be done! I know it’s very hard going with tough and strict quarantine law. I was amazed to have good numbers for the show and that means there are good dedicated breeders there. Breeding is hard and never goes the way you plan but I’m sure you can work on and improve what you have there with help of imported dogs. I have enjoyed judging at your show and hopefully I will get opportunity to return some years later to see how you progressed.
Thanks again for wonderful memories in Iceland and wish you the club and all breeders/Exhibitors very best in the future.
Miyuki Kotani
Rathbrist Cavaliers, Ireland.

Helgina 10.-11. maí var haldin tvöföld deildarsýning í tilefni 30 ára afmælis Cavalierdeildar, sem var formlega stofnuð þann 14. maí 1995. Sýningin fór fram í húsnæði HRFÍ í Hafnarfirði og var mjög góð skráning báða dagana.
Á sunnudeginum voru sýndir 17 hvolpar, 23 rakkar og 32 tíkur, auk þriggja ræktunarhópa, afkvæmahóps og tveggja para. Dómari var Miyuki Kotani frá Írlandi. Sýningarstjóri og hringstjóri var Sóley Halla Möller, ritarar og utanumhald á verðlaunum Anja Björg Kristinsdóttir og Erla Heiðrún Benediktsdóttir, ljósmyndari Ágúst Elí Ágústsson. Deildin færir þeim allra bestu þakkir fyrir störf sín.
Vinningshafar í hverjum flokki og öll fjögur sætin í keppni um bestu tík og besta rakka fengu rósettur og mjög veglega gjafapoka frá Dýrabæ, sérstakar rósettur voru einnig fyrir BOB og BOS. Bestu hvolpar, ungliðar, besti öldungur, besta tík og rakki fengu bikara og hvolpar fengu þátttökumedalíur, en öll verðlaun voru gefin af Dýrabæ.
BH hönnun sá um skreytingar og Dýrabær styrkti deildina á ýmsan hátt. Ekki er mögulegt að halda svona veglega sýningu og hvað þá tvöfalda, án þess að hafa góðan styrktaraðila og þökkum við Dýrabæ kærlega fyrir gott samstarf.
Á sunnudeginum fór einnig fram keppni ungra sýnenda sem Brynja Kristín Magnúsdóttir dæmdi. Dýrabær gaf þátttakendum rósettur, gjafapoka og medalíur.
Besti hundur tegundar og þá jafnframt besti hundur sýningar seinni daginn var ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers en meistarastigið gekk niður til þriðja besta rakka, Gasekær’s Black Beautiful Gino. Þar sem Eros varð BOB fékk hann afhentan nýjan farandbikar deildarinnar sem mun framvegis verða notaður á deildarsýningum. Bikarinn hefur fengið nafnið Maríubikar til heiðurs Maríu Tómasdóttur (Ljúflings ræktun), sem flutti fyrstu cavalier hundana til landsins og hóf hér ræktun árið 1993. Gefendur bikarsins eru Rúnar Már Sverrisson og Guðbjörg Björnsdóttir (Ljúflings Ísarr Logi og Ljúflings Merlin Logi). Besta tík tegundar var Totally True Love Femme Fatale með íslenskt meistarastig.
Besti öldungur var ISCh ISVetCh RW-17-21 ISVW-24 Ljúflings Merlin Logi og best af gagnstæðu kyni ISJCh Eldlilju Kastani Coffee, bæði fengu þau öldungameistarastig. Besti hvolpur 3-6 mánaða var Miðkots Tía og besti rakki í sama aldursflokki Hafnarfjalls Elsu Alex. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Eldlukku Möndlu Mía Rós.
Besti ræktunarhópur kom frá Mjallar ræktun, besti afkvæmahópur var Hafnarfjalls Selmu Karlotta ásamt afkvæmum og besta parið Hafnarfjalls Unu Tinna og Hafnarfjalls Unu Flóki.
Nánari úrslit í öllum flokkum má sjá hér að neðan:
Lesa áfram Deildarsýning 11. maí 2025
Helgina 10.-11. maí var haldin tvöföld deildarsýning í tilefni 30 ára afmælis Cavalierdeildar, sem var formlega stofnuð þann 14. maí 1995. Sýningin fór fram í húsnæði HRFÍ í Hafnarfirði og var mjög góð skráning báða dagana.
Á laugardeginum voru sýndir 18 hvolpar, 23 rakkar og 33 tíkur, auk þriggja ræktunarhópa, afkvæmahóps og tveggja para. Dómari var Nadja Lafontaine frá Danmörku. Sýningarstjóri og hringstjóri var Sóley Halla Möller, ritarar og utanumhald á verðlaunum Anja Björg Kristinsdóttir og Erla Heiðrún Benediktsdóttir, ljósmyndari Ágúst Elí Ágústsson. Deildin færir þeim allra bestu þakkir fyrir störf sín.
Vinningshafar í hverjum flokki og öll fjögur sætin í keppni um bestu tík og besta rakka fengu rósettur og mjög veglega gjafapoka frá Dýrabæ, sérstakar rósettur voru einnig fyrir BOB og BOS. Bestu hvolpar, ungliðar, besti öldungur, besta tík og rakki fengu bikara og hvolpar fengu þátttökumedalíur, en öll verðlaun voru gefin af Dýrabæ.
BH hönnun sá um skreytingar og Dýrabær styrkti deildina á ýmsan hátt. Ekki er mögulegt að halda svona veglega sýningu og hvað þá tvöfalda, án þess að hafa góðan styrktaraðila og þökkum við Dýrabæ kærlega fyrir gott samstarf.
Besti hundur tegundar og þá einnig besti hundur sýningar á laugardeginum var Snjallar Hrafntinnu Viska með íslenskt meistarastig. Hún fékk auk þess afhentan nýjan farandbikar deildarinnar sem mun framvegis verða notaður á deildarsýningum. Bikarinn hefur fengið nafnið Maríubikar til heiðurs Maríu Tómasdóttur (Ljúflings ræktun), sem flutti fyrstu cavalier hundana til landsins og hóf hér ræktun árið 1993. Gefendur bikarsins eru Rúnar Már Sverrisson og Guðbjörg Björnsdóttir (Ljúflings Ísarr Logi og Ljúflings Merlin Logi). Bestur af gagnstæðu kyni var ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers en meistarastigið gekk niður til annars besta rakka, Navenda’s Charm of diamonds.
Besti ungliði var Esju Nætur Viktoría með ungliðameistarastig. Besti öldungur var ISJCh Eldlilju Kastani Coffee og besti öldungarakki ISCh ISVetCh RW-17-21 ISVW-24 Ljúflings Merlin Logi, bæði með öldungameistarastig. Besti hvolpur 3-6 mánaða var Miðkots Tía og besti rakki í sama aldursflokki Mánaljóss Ecco. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Eldlukku Netta Blásól.
Besti ræktunarhópur kom frá Mjallar ræktun, besti afkvæmahópur var Hafnarfjalls Selmu Karlotta ásamt afkvæmum og besta parið Esju Dare To Dream James Bond og Esju Nætur Viktoría.
Úrslit í öllum flokkum má sjá hér að neðan:
Lesa áfram Deildarsýning 10. maí 2025Cavalierdeild HRFÍ býður til hittings fyrir ræktendur og eigendur undaneldisrakka.
Þriðjudaginn 20. maí nk.
kl. 20-21
Staðsetning: Húsnæði HRFÍ að Melabraut 17.
Efni fundarins:
1. MRI skönnun
2. Önnur mál
Vinsamlegast skráið ykkur hér svo við getum áætlað fjölda.
Stjórn Cavalierdeildar HRFÍ

Sérhönnuð tækifæriskort til styrktar Cavalierdeildinni
Hvort sem tilefnið er afmæli, hvatning eða þakklæti, þá eru þessi glæsilegu kort fullkomið val! Kortin eru hönnuð af Bhhönnun.is sérstaklega í tilefni 30 ára afmælissýningar Cavalierdeildarinnar.
Hvert kort er einstakt og kemur með hvítu umslagi.
Verð: Aðeins 990 kr.
Allur ágóði rennur óskertur til Cavalierdeildarinnar.
Tryggðu þér kort og styrktu deildina – falleg gjöf sem gleður bæði gefanda og viðtakanda.
Pöntun fer fram í gegnum email – bhhonnun@bhhonnun.is
