Ályktun ársfundar Cavalierdeildar 2025

Ályktað var á ársfundi Cavalierdeildar HRFÍ þann 13. febrúar sl. vegna gjaldskrár HRFÍ.

Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ ályktar um nýtilkomna gjaldtöku á innskráningu hjartavottorða og einnig hvað varðar leigu á sal þegar um heilsufarsskoðun er að ræða. Dýralæknar kaupa þar til gerð vottorð af félaginu og eigendur hunda greiða þau hjá dýralækni, því teljum við að gjaldtakan sé tvítekin á hvert vottorð. Fundurinn óskar eftir að stjórn HRFÍ falli frá nýrri gjaldtöku vegna hjartavottorða. Þegar horft er til mikilvægi heilsufarsskoðana á vegum deildarinnar telur fundurinn einnig að leiga á sal vegna hópskoðana ætti að vera gjaldfrjáls.

Ályktunin var samþykkt samhljóða af öllum viðstöddum.

Skýrsla stjórnar 2024

Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ haldinn 13. febrúar 2025 í húsnæði Hundaræktarfélags Íslands að Melabraut 17 í Hafnarfirði.

Árið 2024 gerðum við ýmislegt og stendur hæst deildarsýning í apríl.

Starf deildarinnar var fjölbreytt með ýmsum viðburðum. Við héldum sérsýningu í apríl, ræktendur hittust í janúar í ræktendaspjall og í upphafi árs var nýárskaffi þar sem við heiðruðum stigahæstu hunda og ræktendur eftir sýningaárið 2023. Göngur voru ekki margar en farið var í Paradísardal í ágúst og jólagöngu um Hafnarfjörð í desember. Hvolpahittingur var haldinn í maí. Fjórar heilsufarsskoðanir voru á vegum deildarinnar, tvær í Reykjavík og tvær á Akureyri. Deildin hélt yfir 20 sýningaþjálfanir. Í september og nóvember var snyrtistofan Dekurdýr með feldhirðunámskeið fyrir okkur og deildin tók þátt í smáhundadögum hjá Garðheimum bæði í mars og september.

Deildin heldur úti vefslóðinni cavalier.is auk tveggja Facebook síðna þar sem birtar eru fréttir og myndir. Auk þess hélt stjórn reglulega fundi. Einnig voru sendir út hóppóstar til hvolpakaupenda, ræktenda og eigenda rakka á rakkalista.

Samið var við Dýrabæ um að vera styrktaraðili deildarinnar árið 2024.

Í stjórn Cavalierdeildar HRFÍ sátu þetta árið:
Anna Þórðardóttir Bachmann, Bergþóra Linda Húnadóttir, Guðríður Vestars, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir.

Lesa áfram Skýrsla stjórnar 2024

Stigahæstu hundar og ræktendur 2024

Síðastliðinn sunnudag 19. janúar hélt Cavalierdeildin bingó og í leiðinni voru stigahæstu hundar og ræktendur sýningaársins 2024 heiðraðir. Við viljum þakka öllum fyrirtækjum og einstaklingum sem styrktu okkur með bingóvinningum kærlega fyrir veglegar gjafir. Einnig þökkum við öllum sem mættu á viðburðinn og styrktu þannig deildina.

Hér að neðan má sjá stigahæstu hunda og ræktendur en fleiri myndir frá viðburðinum eru á Facebook síðu deildarinnar.

Stigahæsti hundur tegundar 2024
C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh ISW-23-24 RW-24 Bonitos Companeros Mr. Spock
Eig. Arna Sif Kærnested og Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Markus Kirschbaum
Lesa áfram Stigahæstu hundar og ræktendur 2024