Allar færslur eftir Cavalier HRFI

Norðurlandasýning 13. ágúst 2023

BOB – ISCH ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock

NKU Norðurlandasýning fór fram á Víðistaðatúni í Hafnarfirði um helgina í þvílíkri rjómablíðu. Jari Partanen frá Noregi dæmdi cavalier hunda á sunnudeginum, skráningar voru 57 (þar af 10 hvolpar) en 6 mættu ekki í dóm. Það má segja að þetta hafi verið ansi blá sýning en aðeins 14 af 43 hundum fengu Excellent. Dýrabær gaf bikara og hvolpamedalíur.

Besti hundur tegundar var ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock og best af gagnstæðu kyni ISJCh Snjallar Kastaní Björt á brá sem var einnig besti ungliði, bæði fengu þau Norðurlandameistarastig og Björt auk þess það íslenska. Þar sem Spock er nú þegar íslenskur meistari færðist rakkastigið niður á annan besta rakka og jafnframt besta ungliðarakka, Cavalion Blues Brothers.

Besti hvolpur 4-6 mánaða var Eldlukku Káti Seifur og besti hvolpur 6-9 mánaða Eldeyjarlilju Bonnie Tyler.

Besti öldungur var NORDICCh ISCh ISJCh RW-17-21 Teresajo Sabrína Una með öldungameistarastig sem var hennar þriðja og fær hún því titilinn öldungameistari.

Besti ræktunarhópur var frá Hafnarfjalls ræktun.

Nánari úrslit:

Lesa áfram Norðurlandasýning 13. ágúst 2023