Fimmtudagskvöldið 17. ágúst gengu 15 manns og 12 hundar saman góðan hring um Paradísardal. Þetta hafði verið fremur grár og blautur dagur framan af en það rættist heldur betur úr honum og við fengum dásamlegt veður í göngunni. Þökkum öllum fyrir samveruna og hlökkum til að sjá sem flesta á næstu viðburðum.
NKU Norðurlandasýning fór fram á Víðistaðatúni í Hafnarfirði um helgina í þvílíkri rjómablíðu. Jari Partanen frá Noregi dæmdi cavalier hunda á sunnudeginum, skráningar voru 57 (þar af 10 hvolpar) en 6 mættu ekki í dóm. Það má segja að þetta hafi verið ansi blá sýning en aðeins 14 af 43 hundum fengu Excellent.Dýrabær gaf bikara og hvolpamedalíur.
Besti hundur tegundar var ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock og best af gagnstæðu kyni ISJCh Snjallar Kastaní Björt á brá sem var einnig besti ungliði, bæði fengu þau Norðurlandameistarastig og Björt auk þess það íslenska. Þar sem Spock er nú þegar íslenskur meistari færðist rakkastigið niður á annan besta rakka og jafnframt besta ungliðarakka, Cavalion Blues Brothers.
Besti hvolpur 4-6 mánaða var Eldlukku Káti Seifur og besti hvolpur 6-9 mánaða Eldeyjarlilju Bonnie Tyler.
Besti öldungur var NORDICCh ISCh ISJCh RW-17-21 Teresajo Sabrína Una með öldungameistarastig sem var hennar þriðja og fær hún því titilinn öldungameistari.
Hittumst kl. 19 fimmtudagskvöldið 17. ágúst á bílaplaninu bak við prentsmiðju Morgunblaðsins að Hádegismóum. Göngum saman hring fyrir ofan Rauðavatn og niður í Paradísardal. Hundarnir byrja í taumi en hægt er að sleppa þeim um leið og við komum upp á stíg rétt fyrir ofan bílastæðið.
Miðvikudagskvöldið 21. júní var haldin cavalierganga í Úlfarsárdal við Langavatn. 19 manns og 22 hundar mættu í blíðskaparveðri. Hundarnir nutu þess í botn að hlaupa um mela og móa og sumir sulluðu meira en aðrir í vatninu.