Síðastliðið fimmtudagskvöld 9. febrúar fórum við saman út að borða á vetingastaðnum 20&Sjö Mathús, til þess að heiðra stigahæstu hunda og ræktendur síðasta árs. Við þökkum öllum sem sáu sér fært að mæta fyrir frábæra samverustund og sérstakar þakkir fær Dýrabær fyrir veglegar gjafir til vinningshafa.
Stigahæsti hundur ársins var ISCH ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka Eigandi Steinunn Rán Helgadóttir, ræktandi Svanborg S. MagnúsdóttirLesa áfram Heiðrun→
Næsta ganga er áætluð sunnudaginn 12. febrúar kl. 12.
Hittumst við Gróttu og göngum meðfram ströndinni í átt að golfvellinum og göngum í kringum hann. Létt ganga á sléttlendi. Allir hundar í taumi, við viljum benda á að flexitaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokum og lóðatíkur eru vinsamlegast beðnar um að halda sig heima.
Sýningaárið 2023 fór af stað sunnudaginn 29. janúar þegar HRFÍ hélt hvolpasýningu í reiðhöll Mána á Mánagrund í Keflavík. Skráðir voru samtals 120 hundar af 40 tegundum, sem dæmdir voru af íslenskum dómaranemum.
Bestu hvolpar: Elixir D’Amour-BI The Enchanting Dreamcatchers og Eros The Enchanting Dreamcatchers Mynd: Fríða Björk Elíasdóttir
Til leiks mættu 11 cavalier hvolpar í aldursflokkinn 6-9 mánaða, 4 rakkar og 7 tíkur, dómari var Anna Guðjónsdóttir. Besti hvolpur tegundar var Eros The Enchanting Dreamcatchers og best af gagnstæðu kyni Elixir D’Amour-BI The Enchanting Dreamcatchers. Eros náði svo þeim flotta árangri að komast í 8 hvolpa úrtak í úrslitum sýningar.
Allir hvolparnir fengu einkunnina “sérlega lofandi” og nánari úrslit voru eftirfarandi: