
Alþjóðleg haustsýning 4. október 2025

Helgina 4.-5. október var haldin alþjóðleg haustsýning HRFÍ, að þessu sinni í reiðhöll Fáks í Víðidal. Um 850 hundar voru skráðir og þar af voru flestir cavalier eða 62 hundar ásamt 4 ræktunarhópum. Frábært að sjá þessa góðu þátttöku hjá deildinni og vonandi heldur þetta svona áfram. Dómari var Mikael Nilsson frá Svíþjóð og Dýrabær gaf verðlaun.
Besti hundur tegundar var C.I.B. NOCH DKCH SECH CIB-J ISCh Pecassa’s Mister Power Of Sprudle og besta tík tegundar NORDICCh ISCh ISJCh RW-23-24-25 ISJW-23 ISW-24 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers. Alþjóðlega rakkameistarastigið nýttist ekki í þetta sinn þar sem bæði besti og annar besti rakki eru nú þegar alþjóðlegir meistarar. Elixir var hins vegar að fá sitt fjórða alþjóðlega stig og verður því alþjóðlegur meistari eftir staðfestingu frá FCI. Íslensku meistarastigin gengu niður til ISJCh VOLJW-25 Esju Nætur Viktoríu og ISJCh VOLJW-25 Bonitos Companeros Jailbreak.
Besti ungliði tegundar var ISJCh VOLJW-25 Esju Nætur Viktoría og besti ungliðarakki ISJCh VOLJW-25 Bonitos Companeros Jailbreak, bæði með alþjóðleg ungliðameistarastig. Viktoría var að fá sitt þriðja stig og verður því alþjóðlegur ungliðameistari en hún er fyrsti cavalier hundurinn ræktaður á Íslandi sem nær þeim árangri. Hafnarfjalls Elsu Emma fékk íslenskt ungliðameistarastig sem var hennar annað stig og hún því orðin íslenskur ungliðameistari.
Besti ræktunarhópur tegundar var frá Hafnarfjalls ræktun og náði þeim frábæra árangri í úrslitum dagsins að verða 3. besti ræktunarhópur.
Hér að neðan má sjá úrslit í öllum flokkum:
Lesa áfram Alþjóðleg haustsýning 4. október 2025Hvolpasýning 3. október 2025

BOB og BOS 6-9 mán: Hafnarfjalls Birtu Bára og Hafnarfjalls Birtu Már
Föstudagskvöldið 3. október fór fram hvolpasýning HRFÍ í reiðhöllinni Víðidal þar sem rúmlega 160 hvolpar voru skráðir, en sýndir voru 6 cavalier hvolpar í yngri flokki og 3 í þeim eldri. Dómari var Mikael Nilsson frá Svíþjóð.
Besti hvolpur 3-6 mánaða var Miðkots Askja og bestur af gagnstæðu kyni Brellu Sahara Þinur Dropi. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Hafnarfjalls Birtu Bára og besti rakki í sama aldursflokki Hafnarfjalls Birtu Már. Dýrabær gaf verðlaunabikara og þátttökumedalíur.
Nánari úrslit:
Lesa áfram Hvolpasýning 3. október 2025Kynningarbás

Nú um helgina 4.-5. október fer fram alþjóðleg sýning HRFÍ í reiðhöllinni í Víðidal. Cavalierdeild hefur sett upp kynningarbás í anddyrinu og verður básinn uppi alla helgina. Á sunnudeginum á milli kl. 10 og 14 verða einnig fulltrúar deildarinnar ásamt hundum á staðnum og því hægt að fá cavalierknús og svör við spurningum. Hvetjum öll áhugasöm um tegundina að kíkja við.
Hvolpahittingur
Sýningaþjálfun
Hópskoðun
5. stjórnarfundur 2025-2026
5. stjórnarfundur 2025-2026
28. ágúst 2025 kl. 18:00
Staðsetning: Húsnæði HRFÍ að Melabraut Hafnarfirði
Mættar: Anna Þórðardóttir Bachmann, Guðríður Vestars, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir
Fundur settur kl. 18:05
Lesa áfram 5. stjórnarfundur 2025-2026

