Óskum eftir upplýsingu um cavalier hunda 11 ára og eldri

Óskum eftir upplýsingu um cavalier hunda 11 ára og eldri


Á sunnudeginum 17. ágúst fór fram alþjóðleg sýning á Víðistaðatúni í Hafnarfirði og voru sýndir 11 cavalier hvolpar, 13 rakkar, 23 tíkur og 3 ræktunarhópar. Dómari var Joakim Ohlsson frá Svíþjóð sem var áður cavalier ræktandi. Dýrabær gaf verðlaun og hvolpamedalíur.
Besti hundur tegundar var NORDICCh ISCh ISJCh RW-23-24-25 ISJW-23 ISW-24 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers með alþjóðlegt meistarastig, íslenska stigið gekk niður til VOLW-25 Snjallar Hrafntinnu Visku. Elixir náði síðan þeim frábæra árangri að landa 2. sæti í sterkri keppni í grúppu 9.
Bestur af gagnstæðu kyni og einnig besti ungliði tegundar var VOLJW-25 Bonitos Companeros Jailbreak með íslenskt og alþjóðlegt ungliðameistarastig, einnig íslenskt meistarastig en er of ungur fyrir það alþjóðlega. Þetta var hans annað íslenska ungliðastig og verður hann því íslenskur ungliðameistari. Hann varð í 4. sæti í úrslitum um besta ungliða í grúppu 9. Besta ungliðatík var ISJCh VOLJW-25 Esju Nætur Viktoría með íslenskt og alþjóðlegt ungliðameistarastig.
Besti hvolpur 4-6 mánaða var Hafnarfjalls Birtu Bára og bestur af gagnstæðu kyni Hafnarfjalls Birtu Már. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Miðkots Tía og besti rakki 6-9 mánaða Cavalion (FCI) Mr Wolf. Besti ræktunarhópur var frá Hafnarfjalls ræktun.
Nánari úrslit:
Lesa áfram Alþjóðleg sýning 17. ágúst 2025
Þann 16. ágúst var haldin Norðurlandasýning á Víðistaðatúni í Hafnarfirði og nú í fyrsta sinn undir nafninu Volcano Winner. Þetta er nýr titill sem verður framvegis veittur á ágústsýningum félagsins, nafnbótina hljóta besta tík og besti rakki í hverri tegund, auk bestu ungliða og bestu öldunga af hvoru kyni.
Í okkar tegund voru sýndir 11 hvolpar, 14 rakkar, 24 tíkur og 4 ræktunarhópar. Dómari var Ligita Zake frá Lettlandi og er hún sjálf cavalier eigandi. Dýrabær gaf verðlaun og þátttökumedalíur hvolpa.
Besti hundur tegundar var C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh RW-24 ISW-23-24 Bonitos Companeros Mr. Spock með titilinn Volcano Winner. Íslenska stigið gekk niður til CIB NOCH DKCH SECH CIB-J Pecassa’s Mister Power Of Sprudle og varð hann þar með íslenskur meistari, hann fékk einnig Norðurlandastigið. Besta tík tegundar með íslenskt og Norðurlandameistarastig, auk titilsins Volcaco Winner, var Snjallar Hrafntinnu Viska.
Besti ungliði tegundar var Bonitos Companeros Jailbreak með íslenskt og Norðurlanda-ungliðameistarastig, einnig titilinn Volcano Junior Winner. Hann náði einnig 3. sæti í keppni um besta ungliða í grúppu 9. Best af gagnstæðu kyni var ISJCh Esju Nætur Viktoría með Norðurlandameistarastig og titilinn Volcano Junior Winner. Íslenska ungliðameistarastigið gekk niður til Hafnarfjalls Elsu Emmu. Besti öldungur tegundar var C.I.B.-V ISCh ISVetCh RW-17-21 ISVW-24 Ljúflings Merlin Logi með sitt þriðja Norðurlanda-öldungameistarastig og verður því Norðurlanda-öldungameistari, auk þess að fá titilinn Volcano Veteran Winner. Best af gagnstæðu kyni var Eldlukku Salínu Sunshine Sera með íslenskt og Norðurlanda-öldungameistarastig, auk nafnbótarinnar Volcano Vet. Winner.
Besti hvolpur 4-6 mánaða var Hafnarfjalls Birtu Brá og besti rakki í sama aldursflokki Hafnarfjalls Birtu Már. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Hafnarfjalls Elsu Alex og best af gagnstæðu kyni Miðkots Tía. Besti ræktunarhópur tegundar var frá Mjallar ræktun.
Nánari úrslit:
Lesa áfram Volcano Winner Norðurlandasýning 16. ágúst 20254. stjórnarfundur 2025-2026
1. júlí 2025 kl. 11:00
Staðsetning: Spíran Garðheimum
Mættar: Anna Þórðardóttir Bachmann, Guðríður Vestars, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir
Fundur settur kl. 11:25
Lesa áfram 4. stjórnarfundur 2025-2026
Sunnudaginn 22. júní var haldin alþjóðleg sýning á Víðistaðatúni í Hafnarfirði og sýndu sig 8 cavalier hvolpar, 14 rakkar og 23 tíkur. Einnig voru þrír ræktunarhópar. Dómari var Alexandra Drott Staedler frá Svíþjóð og Dýrabær gaf verðlaun.
Besti hundur tegundar var Mjallar Gná með íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Bestur af gagnstæðu kyni var ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers með alþjóðlegt meistarastig, íslenska stigið gekk niður til Hafnarfjalls Karlottu Tómasar sem fékk þar með sitt síðasta stig til þess að verða íslenskur meistari.
Besti ungliði tegundar var Esju Nætur Viktoría með íslenskt og alþjóðlegt ungliðameistarastig, sitt annað íslenska stig og verður því íslenskur ungliðameistari. Besti öldungur tegundar var C.I.B.-V ISCh ISVetCh RW-17-21 ISVW-24 Ljúflings Merlin Logi með íslenskt og alþjóðlegt öldungameistarastig. Besta öldungatík var ISJCh ISVetCh RVW-25 Eldlilju Kastani Coffee, einnig með íslenskt og alþjóðlegt öldungameistarastig.
Besti hvolpur 4-6 mánaða var Hafnarfjalls Elsu Alex og besti hvolpur 6-9 mánaða var Miðkots Tía. Besti ræktunarhópur var frá Mjallar ræktun.
Nánari úrslit:
Lesa áfram Alþjóðleg sýning 22. júní 2025
Laugardaginn 21. júní fór fram Reykjavík Winner Norðurlandasýning á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Samtals mættu 49 cavalier hundar til leiks; 9 hvolpar, 16 rakkar og 24 tíkur, auk þriggja ræktunarhópa. Dómari var Jan Törnblom frá Svíþjóð sem hefur sjálfur ræktað cavalier undir ræktunarnafninu Hackensack. Dýrabær gaf verðlaun og þátttökumedalíur hvolpa.
Besti hundur tegundar var C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh RW-24 ISW-23-24 Bonitos Companeros Mr. Spock og besta tík NORDICCh ISCh ISJCh RW-23-24 ISJW-23 ISW-24 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers, þau fá titilinn RW-25. Meistarastigin gengu niður til Navenda’s Charm of Diamonds, sem var að fá sitt þriðja stig og verður því íslenskur meistari, og Totally True Love Femme Fatale. Þau fengu einnig Norðurlandameistarastig.
Besti ungliði tegundar var Hafnarfjalls Karlottu Ísabella með íslenskt og Norðurlanda-ungliðameistarastig, þetta var hennar annað íslenska stig og hún því nýr ungliðameistari. Hún fær auk þess titilinn RJW-25. Besti öldungur tegundar var ISJCh Eldlilju Kastani Coffee með íslenskt og Norðurlanda-öldungameistarastig. Hún fær titilinn RVW-25 og fékk einnig síðasta stigið upp í íslenskan öldungameistaratitil á þessari sýningu.
Besti hvolpur 4-6 mánaða var Hafnarfjalls Elsu Alex og besti hvolpur 6-9 mánaða Miðkots Tía. Besti ræktunarhópur tegundar kom frá Hafnarfjalls ræktun.
Úrslit í öllum flokkum má sjá hér að neðan:
Lesa áfram Reykjavík Winner Norðurlandasýning 21. júní 20253. stjórnarfundur 2025-2026
20. maí 2025 kl. 19:00
Staðsetning: Húsnæði HRFÍ, Melabraut 17 í Hafnarfirði
Mættar: Anna Þórðardóttir Bachmann, Guðríður Vestars, Steinunn Rán Helgadóttir, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir
Fundur settur kl. 19:10
Lesa áfram 3. stjórnarfundur 2025-2026