
Á aðalfundi Hundaræktarfélags Íslands þann 29. apríl síðastliðinn voru svokölluð Guðrúnarverðlaun afhent í fyrsta sinn. Verðlaunin eru kennd við frú Guðrúnu Ragnars Guðjohnsen heiðursfélaga HRFÍ, en hún gegndi formannsstöðu félagsins um árabil.
Fyrstar til þess að öðlast þessa viðurkenningu voru þær Auður Valgeirsdóttir (Tíbráar Tinda ræktun – Tibetan Spaniel) og okkar eina sanna María Tómasdóttir (Ljúflings ræktun – Cavalier). Þær fengu fallegan minningagrip og blómvönd af þessu tilefni og deildin óskar þeim innilega til hamingju.
Lesa áfram Guðrúnarverðlaunin




