Guðrúnarverðlaunin

Á aðalfundi Hundaræktarfélags Íslands þann 29. apríl síðastliðinn voru svokölluð Guðrúnarverðlaun afhent í fyrsta sinn. Verðlaunin eru kennd við frú Guðrúnu Ragnars Guðjohnsen heiðursfélaga HRFÍ, en hún gegndi formannsstöðu félagsins um árabil.

Fyrstar til þess að öðlast þessa viðurkenningu voru þær Auður Valgeirsdóttir (Tíbráar Tinda ræktun – Tibetan Spaniel) og okkar eina sanna María Tómasdóttir (Ljúflings ræktun – Cavalier). Þær fengu fallegan minningagrip og blómvönd af þessu tilefni og deildin óskar þeim innilega til hamingju.

Lesa áfram Guðrúnarverðlaunin

Sýningaþjálfun fyrir deildarsýningu

Deildin stendur fyrir sýningaþjálfun þriðjudaginn 22. apríl og mánudagana 28. apríl og 5. maí.

Skráning á þjálfun hér

Nú þegar hefur 80 skráningum verið náð báða dagana á tvöföldu deildarsýninguna en samþykkt hefur verið hækkun upp í 90 hunda og var því aftur opnað fyrir skráningu. Aðeins 10 laus pláss hvorn dag og fer því hver að verða síðastur að skrá.

Skrá á sýningu laugardaginn 10. maí

Skrá á sýningu sunnudaginn 11. maí

Hvolpasýning 12. apríl 2025

BOB og BOS 3-6 mánaða: Hafnarfjalls Elsu Alex og Miðkots Lauma
BOB og BOS 6-9 mánaða: Eldlukku Möndlu Mía Rós og Eldlukku Netti Hnoðri Eldur

HRFÍ stóð fyrir hvolpasýningu með íslenskum dómurum laugardaginn 12. apríl. Sýningin fór fram í reiðhöll Fáks í Víðidal og voru rúmlega 180 hvolpar á aldrinum 3-9 mánaða skráðir. 

Góð skráning var hjá cavalier eða 13 hvolpar og dómari var Ágústa Pétursdóttir. Besti hvolpur 3-6 mánaða var Hafnarfjalls Elsu Alex og besta tík í sama aldursflokki Miðkots Lauma. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Eldlukku Möndlu Mía Rós og besti rakkahvolpur Eldlukku Netti Hnoðri Eldur. Dýrabær gaf verðlaunabikara og þátttökumedalíur.

Nánari úrslit urðu eftirfarandi:

Lesa áfram Hvolpasýning 12. apríl 2025