Allar færslur eftir Cavalier HRFI

Alþjóðleg sýning 11. júní 2023

BOB og BOS – Snjallar Kastaní Björt á brá og
Eros The Enchanting Dreamcatchers

Um helgina var tvöföld sýning HRFÍ haldin á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Á sunnudaginn var alþjóðleg sýning með samtals 1030 skráðum hundum, þar af 60 cavalier en 8 mættu ekki. Einnig voru sýndir 3 ræktunarhópar. Dómari var Dimitrios Antonopoulos frá Svíþjóð.

Dýrabær gaf bikara fyrir BOB, BOS, besta hvolp og besta ungliða, auk þess sem allir hvolpar fengu þátttökumedalíur.

BOB og besti ungliði var Snjallar Kastaní Björt á brá með íslenskt og alþjóðlegt ungliðameistarastig og íslenskt meistarastig. Hún náði einnig 4. sæti í úrslitum um besta ungliða tegundahóps 9. Þetta var hennar annað íslenska ungliðameistarastig og hún því orðin ungliðameistari. Hún er hins vegar of ung fyrir alþjóðlega stigið, sem kom í hlut ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukku sem var önnur besta tík. Þetta er fjórða stig Lukku sem verður alþjóðlegur meistari eftir staðfestingu frá FCI.

BOS og besti ungliðarakki var Eros The Enchanting Dreamcatchers, með íslenskt og alþjóðlegt ungliðameistarastig og íslenskt meistarastig, en er of ungur fyrir það alþjóðlega. Annar besti rakki, ISJCh ISW-22 ISJW-22 Eldlukku Ljúfi Bruno, hlaut því alþjóðlega meistarastigið.

Besti hvolpur 4-6 mánaða var Eldeyjarlilju Orri Óstöðvandi og besti hvolpur 6-9 mánaða Eldlukku Vetrar Snjór.

Besti ræktunarhópur tegundar var frá Eldlukku ræktun.

Nánari úrslit:

Lesa áfram Alþjóðleg sýning 11. júní 2023

Reykjavík Winner & NKU Norðurlandasýning 10. júní 2023

BOB og BOS – Eros The Enchanting Dreamcatchers og
Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers

Um helgina var tvöföld sýning HRFÍ haldin á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Á laugardaginn var Reykjavík Winner og NKU Norðurlandasýning með samtals 1040 skráðum hundum, þar af voru 62 cavalier hundar skráðir en 7 mættu þó ekki. Einnig voru sýndir 2 ræktunarhópar. Dómari var Þórdís Björg Björgvinsdóttir.

Dýrabær gaf bikara fyrir BOB, BOS, besta hvolp og besta ungliða, auk þess sem allir hvolpar fengu þátttökumedalíur.

BOB og besti ungliði var Eros The Enchanting Dreamcatchers með ungliðameistarastig, íslenskt meistarstig og Norðurlandameistarastig. BOS og besta ungliðatík var Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers, einnig með ungliðameistarastig, íslenskt- og Norðurlandameistarastig. Bæði voru að fá sitt annað ungliðameistarastig og ungliðameistaratitillinn því í höfn. Einnig fá þau titilinn Reykjavík Winner eða RW-23.

Besti hvolpur 4-6 mánaða var Eldeyarlilju Jökla sem náði svo í 6 hvolpa úrtak í úrslitum um besta hvolp sýningar. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Eldlukku Vetrar Snjór. 

Besti öldungur var NORDICCh ISCh ISJCh RW-17-21 Teresajo Sabrína Una með öldungameistarastig.

Hafnarfjalls ræktun átti besta ræktunarhóp.

Sjá ítarlegri úrslit hér að neðan:

Lesa áfram Reykjavík Winner & NKU Norðurlandasýning 10. júní 2023

Pistill frá Joel Lantz eftir deildarsýningu

Thank you so much for inviting me to judge the cavaliers in Iceland. It’s always such an honour to judge at a club show. It was so well organised and you all did your very best to make my stay so memorable. 

I would also like to thank everyone who entered their dogs under me and a very special thanks to my ring stewards and Soley and Annika for showing me around and made me experience The Blue Lagoon. 

You asked me to write a few words about the breed and the importance of breeding it.  

In my opinion we may never lose breed type. We must think carefully about, heads, eyes, expression, size, proportions, coats and of course general anatomy. 

As we all know, the cavalier is a small happy outgoing dog who loves everyone. Let me get back to the words small and toy dog. We  must not left them get too big. I have seen that they are getting bigger and longer and we as breeders have to be aware of size. Remember it is a toy breed. 

If we loose too many of the head details we lose the cavalier. The expression and eyes are so important.  Remember that the standard asks for large, round and dark eyes worth a soft expression. If we accept small almond shaped eyes we lose the correct expression. A dog showing too much white in the eye, looses the correct expression. The eyes cannot get too round, too dark or too big. The expression is so important, the softness and sweetness that makes you love them instantly as you look into their eyes. 

The muzzle must not be too thin and they must be filled under the eye. They should not have too much lip so the head appears heavy. 

Remember proportions, They are 9/10 which means slightly longer. Many of the cavaliers are too long. They must have a level top line and the croup should not be too steep or too flat. The tail is carried as an extension of the topline, wagging. 

The coat is silky. 

They move freely and sound, and please don’t move them too fast. It doesn’t do them any favours, it does the complete opposite and the movement is all of a sudden not effortless. To move with drive doesn’t equal run like you are about to miss the bus. 

With all this said please do not lose breed type, eyes and expression. Without the typical head, large round eyes and soft beautiful expression, the cavalier is not a cavalier but just another dog. 

Thank you 

Joel Lantz 

Deildarsýning 6. maí 2023

Laugardagurinn 6. maí 2023 markar tímamót í sögu HRFÍ, því þá var í fyrsta sinn haldin sýning í nýju húsnæði félagsins að Melabraut 17 í Hafnarfirði. Það var mikill heiður fyrir Cavalierdeild að fá að vera fyrsta deildin til þess að halda þar sýningu og dagurinn gekk vel í alla staði.

Mjög góð skráning var á sýninguna eða 18 hvolpar, 24 rakkar (1 mætti þó ekki) og 30 tíkur (4 mættu ekki). Auk þess voru sýndir 4 ræktunarhópar, 3 afkvæmahópar og 3 pör. Dómari var Joel Lantz frá Svíþjóð sem hefur ásamt eiginmanni sínum ræktað Cavalier undir ræktunarnafninu Cavanzas í 20 ár. 

Auður Sif Sigurgeirsdóttir var dómaranemi og dæmdi einnig keppni ungra sýnenda sem boðið var upp á í lok dags. Anja Björg Kristinsdóttir var ritari, Ágústa Pétursdóttir hringstjóri og Sigríður Margrét Jónsdóttir sinnti bæði hlutverki ritara og hringstjóra. Ljósmyndari sýningar var Ágúst Elí Ágústsson. Deildin þakkar þeim kærlega fyrir störf sín. Gaman er að segja frá því að eftir að ræktunardómum lauk þreytti Herdís Hallmarsdóttir dómarapróf í tegundinni, en hún var einmitt nemi á deildarsýningunni okkar í fyrra.

Gefnar voru rósettur fyrir verðlaunasæti, bikarar fyrir besta rakka, bestu tík, bestu hvolpa og bestu ungliða, einnig veglegir gjafapokar fyrir fjögur efstu sæti í hverjum flokki og unga sýnendur. Aðal styrktaraðili deildarinnar er Dýrabær og BH hönnun hafði yfirumsjón með öllum skreytingum.

Eros The Enchanting Dreamcatchers og Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers

Besti hundur tegundar og þar með besti hundur sýningar var Eros The Enchanting Dreamcatchers sem einnig var besti ungliði. Besti hundur af gagnstæðu kyni og jafnframt besta ungliðatík var gotsystir hans, Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers. Bæði fengu þau íslenskt meistarstig og ungliðastig. 

Besti hvolpur 3-6 mánaða var Eldeyjarlilju Jökla og besti öldungur með öldungameistarastig NORDICCh ISCh RW-19 Kvadriga’s Surprise. Besti öldungur af gagnstæðu kyni var NORDICCh ISCh ISJCh RW-17-21 Teresajo Sabrína Una, einnig með öldungameistarastig. Besti ræktunarhópur var frá Hafnarfjalls ræktun, Hafnarfjalls Selmu Karlotta átti besta afkvæmahóp og Hafnarfjalls Unu Tinna og Hafnarfjalls Unu Flóki mynduðu besta parið.

Nánari úrslit urðu eftirfarandi:

Lesa áfram Deildarsýning 6. maí 2023