Allar færslur eftir Cavalier HRFI
Öldungar
Í byrjun árs 2020 voru skráðir öldungar inn á cavalier.is 115 en við árslok voru þeir orðnir 148 talsins sem er frábær lyftistöng fyrir okkar ástkæru tegund.
Óseyrar Andrea sem heiðruð var á síðasta ársfundi lést nú í desember 16 ára og 4 mánaða og sendum við fjölskyldunni samúðarkveðjur. Hlínar Beatrix náði 16 árum og 9 mánuðum og er það hæsti aldur sem cavalier hefur náð á Íslandi svo vitað sé.
Ef þú/þið eigið cavalier sem er 11 ára gamall eða meira eða hefur farið yfir í sumarlandið, þá þætti okkur vænt um að þið senduð okkur línu á cavalierdeildinhrfi@gmail.com með eftirfarandi upplýsingum;
Ættbókarnafn, foreldrar, litur, kyn, fæðingardagur, dánardagur, eigandi, ræktandi.
Cavalierdeildin er auk þess að safna myndum af virðulegum öldungum, sjá nánar hér. Ef þið eigið mynd sem þið viljið deila með okkur endilega hafið hana með í póstinum til okkar.
Kær kveðja,
Stjórnin
Fyrirlestrar
Minnum á fyrirlesturinn í kvöld með Silju Unnarsdóttur dýralækni.
Tveir gríðarlega áhugaverðir fyrirlestrar verða á dagskrá á næstunni! (hrfi.is)
11. Stjórnarfundur 2020
11. Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ
09.02.2021
Mætt: Anna Þ. Bachmann, Björk Grétarsdóttir, Fríða Björk Elísdóttir
Dagskrá fundarins:
1. Ræktunar- og staðlanefnd – áður sent erindi
2. Hópskoðun í hjarta- og DNA skoðun.
3. Cavalier.is – textar
4. fyrirkomulag ársfundar vegna Covid
5. Önnur mál
Lesa áfram 11. Stjórnarfundur 2020Hjörtur Magnason dýralæknir tekur hjartavottorð
Hjörtur Magnason dýralæknir sem rekið hefur dýralæknastofuna á Egilsstöðum síðastliðin 20 ár hefur fengið leyfi til að að hjartahlusta og gefa út hjartavottorð fyrir tegundina. Hjörtur nam við Universitet Djursjukhuset Ultuna í Svíþjóð og tók við sem héraðsdýralæknir Matvælastofnunar í Austurumdæmi árið 2015. Hjörtur starfaði sem dýralæknir í Svíþjóð í 25 ár eða allt þar til hann hóf rekstur á Egilsstöðum.
Stjórn Cavalierdeildar HRFÍ.
Tilkynning frá HRFÍ
Sýningahald á tímum heimsfaraldurs er erfitt í framkvæmd en vegna óvissu um framhaldið næstu mánuði sér stjórn HRFÍ sér ekki annað fært en að aflýsa sýningu félagsins sem halda átti í 6.-7. mars 2021. Við stefnum ótrauð á sýningu í júní á næsta ári.
Tilkynning vegna fyrirhugaðrar sýningar félagsins í mars 2021.
Tilkynning frá HRFÍ
Frestun á gildistöku 10. kafla í reglum um skráningu í ættbók til 1. mars 2021.
Um áramót átti nýr 10. kafli reglna um skráningu í ættbók að taka gildi. Kaflinn fjallar um ýmsar heilsufars- og skráningarkröfur sem félagið gerir til hundakynja sem ræktuð eru undir merkjum félagsins. Erfiðlega hefur gengið að funda um ýmsar athugasemdir frá deildum og tengiliðum um ákvæðin vegna Covid ástandsins en stjórn telur mikilvægt að athugasemdir fái ítarlega umfjöllun. Á síðasta fundi stjórnar var því ákveðið að gefa rýmri tíma til úrvinnslu og fresta gildistöku kaflans til 1. mars 2021.
Frestun á gildistöku 10.kafla í reglum um skráningu í ættbók til 1. mars 2021 (hrfi.is)
Meiri prjónagleði
Jólakjólapeysa á tíkur og jólaleg peysa á rakka til styrktar Cavalierdeildar HRFÍ.
Cavalierdeildin fékk uppskrift af jólakjólapeysu fyrir tíkur og jólalegri peysu á rakka.
Til að eignast uppskriftina og eða báðar tvær, leggið þið ykkar upphæð (frjáls framlög) inn á bankareikning deildarinnar kt.680219-0280 banki 0528-26-004783, síðan sendið þið tölvupóst á cavalierdeildinhrfi@gmail.com með nafni ykkar, hvora uppskriftina þið viljið fá og tölvupóstinn ykkar svo hægt sé að senda ykkur uppskriftina um hæl.
Jólakveðjur,
Cavalierdeild HRFÍ

