Allar færslur eftir Cavalier HRFI

Jólagleði

Nú skal setja jólagleðina á hæsta stig og fylla vefinn af fallegum  jóla voffum.

Það eina sem þið þurfið að gera er setja í comment mynd af ykkar fallega jóla voffa og síðan merkið eins marga vini og þið viljið.

 Allir innsendar myndir fara hér í myndasafnið.

Hér er smá sýnishorn.

Samprjón

Samprjón – prjónum saman á krílin okkar.

Nú er október að kveðja og nóvember mætir eflaust með auknum kulda. Þá er gott fyrir lítinn cavalier að eiga góða lopapeysu. Fyrir 7 árum tóku nokkrar cavalier mömmur sig saman og bjuggu til prjónauppskrift fyrir krílin okkar. Guðrún Lilja Rúnarsdóttir sem meðal annars stendur á bak við vinsælu síðuna Við elskum Cavalier ætlar að standa að samprjóni þar sem við getum fengið aðstoð hennar við að prjóna peysu, já og félagsskap.

Nánari upplýsingar koma síðar en endilega þið sem viljið vera samferða notið tímann og útvegið ykkur efniviðinn, léttlopa, 2 af að aðal lit og eina af munstur lit. Prjóna nr. 4 1/2 eða 5, fer eftir því hvað þið prjónið fast, eða hve stór hundurinn er.

https://www.facebook.com/groups/781024899385417/members/

Sýningar – breyttar dagsetningar

Eins og öllum er kunnugt er ný covid bylgja farin af stað á höfuðborgarsvæðinu og stjórnvöld að mælast til aukinnar varkárni almennings. Í því ljósi höfum við endurmetið stöðuna varðandi fyrirhugaðar sýningar og ákveðið að meistarasýningar sem eru á dagskrá næstu helgi, 26. og 27. september, verði færðar aftur um mánuð, eða til 24. og 25. október. n.k. Þá verði hvolpasýningin sem auglýst er 3.-4. október færð aftur til 17.-18. október. Dagsetning meistarasýningar og keppni ungra sýnenda þann er 10.-11. október verður óbreytt.

Lesa áfram Sýningar – breyttar dagsetningar