Stundum geta spenntir hundar allt í einu staðið kyrrir og byrja að gefa mjög hátt þefhljóð/gaggandi hljóð aftur og aftur eins og þeir séu að kafna og eigi erfitt með andardrátt.
Í cavalier heiminum er þetta þekkt sem „Cavalier Snort“ eða „Reverse sneeze“. Hér má finna myndband sem sýnir þessi einkenni hjá Cavalier. Þetta einkenni finnst hjá mörgum hundategundum en er þó algengara hjá hundategundum með styttra trýni.
Það sem gerist er að í stað þess að loft fari út um nef þegar hundurinn hnerrar þá fer loft snögglega inn í öndunarfærin í öfugum hnerra.
Ástæður eru yfirleitt einhver spenna eða breytingar í umhverfi hundsins sem kemur þessu af stað. Mikilvægt að eigendur haldi ró sinni því áhyggjur eiganda getur ýtt undir að öfugur hnerri aukist eða viðhaldist í lengri tíma.
Lesa áfram Öfugur hnerri – hvað er það? →