
Allar færslur eftir Cavalier HRFI
Hópskoðun
1. stjórnarfundur 2024-2025
1. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2024-2025
20. mars 2024 kl. 17:30
Staðsetning: Spíran Garðheimum
Mættar: Anna Þórðardóttir Bachmann, Bergþóra Linda Húnadóttir, Guðríður Vestars, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir
Fundur settur 17:40
Lesa áfram 1. stjórnarfundur 2024-2025Fundargerð ársfundar 2024
Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2024 fyrir árið 2023
Melabraut 17 Hafnarfirði
27. febrúar 2024 kl. 20.00
Setning ársfundar
Anna Þórðardóttir Bachmann, formaður deildarinnar, setti fundinn kl. 20:10 og bauð gesti velkomna. Lagt var til að fundarstjóri yrði Sigríður Margrét Jónsdóttir og var það samþykkt án athugasemda. Fundarstjóri kom í pontu og staðfesti lögmæti fundarins.
Öldungur heiðraður
Aldursforseti deildarinnar er Skutuls Saxi en hann er fæddur 2. ágúst 2008 og er því 15 ára og 7 mánaða. Foreldrar hans voru þau Sjarmakots Figaró Freyr og Skutuls Daniela. Eigandi hans er Sara Hákonardóttir og ræktandi Bjarney Sigurðardóttir. Saxi mæti galvaskur á fundinn ásamt fjölskyldu sinni til að taka á móti viðurkenningu og blómum.
Lesa áfram Fundargerð ársfundar 2024Stigahæstu ræktendur 2024
Á sýningaárinu voru samtals 7 sýningar sem töldu til stiga, þar af ein deildarsýning. Reglur um útreikning stiga má sjá hér.
- 1. Hafnarfjalls ræktun – Anna Þórðardóttir Bachmann: 36 stig
- 2. Eldlukku ræktun – Svanborg S. Magnúsdóttir: 21 stig
- 3. Mjallar ræktun – Arna Sif Kærnested: 19 stig
- 4. Eldeyjarlilju ræktun – Jón Grímsson: 9 stig
- 5.-6. Ljúflings ræktun – María Tómasdóttir: 7 stig
- 5.-6. Snjallar rækun – Steinunn Rán Helgadóttir: 7 stig
- 7. Sóldísar ræktun – Hafdís Lúðvíksdóttir: 6 stig
- 8. Þórshamrar ræktun – Fríða Björk Elíasdóttir: 5 stig
- 9.-13. Björg Ársælsdóttir: 1 stig
- 9.-13. Esju ræktun – Svanhvít Sæmundsdóttir: 1 stig
- 9.-13. Korpu ræktun – Sigrún Bragadóttir: 1 stig
- 9.-13. Seljudals ræktun – Halldóra Bergsdóttir og Björn Angantýr Ingimarsson: 1 stig
- 9.-13. Skaga ræktun – Svava Ragnarsdóttir: 1 stig
Stigahæstu hundar 2024

Mynd: Bergþóra Linda Húnadóttir
Á sýningaárinu voru samtals 7 sýningar sem töldu til stiga, þar af ein deildarsýning. Reglur um útreikning stiga má sjá hér.
Fimm stigahæstu hundar ársins
- C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh ISW-23-24 RW-24 Bonitos Companeros Mr. Spock – 77 stig
- NORDICCh ISCh ISJCh RW-23-24 ISJW-23 ISW-24 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers – 37 stig
- ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers – 32 stig
- ISCh ISJCh Snjallar Kastaní Björt á brá – 21 stig
- ISJCh Eldeyjarlilju Bonnie Tyler – 18 stig
Alþjóðleg sýning 3. mars 2024

ISCh ISJCh ISW-23 Bonitos Companeros Mr. Spock og Sóldísar Amý Mandla
Hundaræktarfélag Íslands hélt fyrstu alþjóðlegu sýningu ársins í reiðhöll Spretts í Kópavogi helgina 2.-3. mars. Cavalier var sýndur á sunnudeginum og dómari var Annukka Paloheimo frá Finnlandi, sem ræktaði sjálf tegundina um árabil. Skráðir voru 49 cavalier hundar en 4 forfölluðust. Einnig voru sýndir tveir ræktunarhópar.
Dýrabær gaf eignarbikara fyrir bestu hvolpa, besta ungliða, BOB og BOS, auk þátttökumedalía fyrir hvolpa. Deildin gaf rósettur fyrir fjögur efstu sætin í keppni um bestu tík og besta rakka.
BOB var ISCh ISJCh ISW-23 Bonitos Companeros Mr. Spock með alþjóðlegt meistarastig og náði hann einnig í 6 hunda úrtak í úrslitum tegundahóps 9. Þar sem hann er nú þegar íslenskur meistari gekk íslenska stigið niður til Navenda’s Charm of diamonds. BOS var Sóldísar Amý Mandla með íslenskt og alþjóðlegt meistarastig.
Besti ungliði var Eldeyjarlilju Bonnie Tyler og besti ungliðarakki NJrCH Pecassa’s James Bond. Bæði fengu þau íslenskt og alþjóðlegt ungliðameistarastig. James Bond hafði fengið tvö alþjóðleg ungliðameistarastig áður en hann kom til Íslands og verður því alþjóðlegur ungliðameistari eftir staðfestingu frá FCI.
Besti hvolpur 4-6 mánaða var Hafnarfjalls Birtu Linda. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Seljudals Ósk og varð hún einnig fjórði besti hvolpur dagsins í úrslitum, sem er frábær árangur.
Besti ræktunarhópur var frá Eldlukku ræktun og náði hann einnig í topp 6 í úrslitum, flottur dagur hjá tegundinni okkar.
Ítarlegri úrslit má sjá hér að neðan:
Lesa áfram Alþjóðleg sýning 3. mars 2024Aldursforseti heiðraður

Aldursforseti tegundarinnar er Skutuls Saxi og var hann heiðraður á ársfundinum okkar þann 27. febrúar síðastliðinn. Saxi er fæddur 2. ágúst 2008 og er því orðinn 15 ára og 7 mánaða. Foreldrar hans voru þau Sjarmakots Figaró Freyr og Skutuls Daniela, eigandi hans er Sara Hákonardóttir og ræktandi Bjarney Sigurðardóttir. Við óskum fjölskyldu og ræktanda til hamingju með þennan hrausta öldung en hann mætti mjög sprækur að taka á móti viðurkenningu og vakti mikla lukku meðal fundargesta.
