
Hjartaskoðun Akureyri





HRFÍ leitar eftir sjálfboðaliðum í ýmis verkefni yfir þessa helgi.
Sjálfboðaliðar frá okkar deild hafa verið duglegir að taka að sér verkefni og vonum við að svo verði einnig nú, margar hendur vinna létt verk.
Hérna er skjöl til þess að skrá sig:

Sunnudaginn 12. febrúar hittist þessi fíni hópur við Gróttu Seltjarnarnesi. Gengið var meðfram ströndinni og kringum golfvöllinn. Fengum hressandi veður sem telst gott miðað við það sem hefur verið í boði undanfarna daga. Að vanda vöktu fallegu hundarnir okkar athygli vegfarenda. Þökkum kærlega fyrir góða göngu og hlökkum til að hitta ykkur í næstu göngu sem áætluð er þann 12. mars í Grafarvogi.
Síðastliðið fimmtudagskvöld 9. febrúar fórum við saman út að borða á vetingastaðnum 20&Sjö Mathús, til þess að heiðra stigahæstu hunda og ræktendur síðasta árs. Við þökkum öllum sem sáu sér fært að mæta fyrir frábæra samverustund og sérstakar þakkir fær Dýrabær fyrir veglegar gjafir til vinningshafa.

HRFÍ leitar eftir sjálfboðaliðum í ýmis verkefni yfir þessa helgi.
Sjálfboðaliðar frá okkar deild hafa verið duglegir að taka að sér verkefni og vonum við að svo verði einnig nú enda er sagt að margar hendur vinna létt verk.
Það geta allir aðstoðað og þurfa ekkert að vera með hund á sýningunni. Bara hafa áhuga og gaman að því að umgangast hunda og fólk og vilja gleðja.
Hérna er skjal til að skrá sig.
Uppsetning og niðurrif sýningar
Hlökkum til að sjá ykkur á sýningunni !