Flokkaskipt greinasafn: Heilsa

Tannhirða hunda

Mynd: Svanhvít

Rétt eins og hjá mönnum er munnhirða hunda mikilvægur hluti af almennri vellíðan þeirra. Mikilvægt er að taka á tannhirðu hunda strax þar sem slæm munnheilsa getur tengst öðrum heilsufarsvandamálum og mögulega leitt til dauða. Þar fyrir utan sleikja hundar bæði sig sjálfa og oft eigendur sína og geta þannig flutt bakteríur. Fyrir utan hugsanleg tengsl munnheilsu og annarra sjúkdóma getur alvarlegur tannsjúkdómur verið mjög sársaukafullur en hundar geta fallið sársauka vel og hann getur leitt til breytinga á matarvenjum og hegðun. Heilbrigður munnur ætti að vera með ljósbleikt tannhold.

Lesa áfram Tannhirða hunda

Dásamleg ganga um Stórhöfða í Hafnarfirði

Gönguhópurinn. Á myndina vantar hundana Gismo, Úlfu sem vildu miklu frekar hlaupa og leika sér.

20. nóvember 2021 dásamlegur dagur þar sem yndislegt fólk mætti með ferfætlingana sína í göngu í kringum Stórhöfða í Hafnarfirði. Hópurinn var ekki sá fjölmennasti en þó fyllti hann tæpa tvo tugi, 12 manns og 7 hundar. Kannski ekki skrítið á þessum tímum með veiruskrattan á flugi.

En það sem við nutum okkur í stórbrotnu landslagi, með demantana okkar og sólargeislar dönsuðu allt í kringum okkur og okkar fallegu hunda. Við fórum hægt yfir og gengum í rúman einn og hálfan klukkutíma með góðum stoppum. Fegurðin var þvílík og veðrið lék við okkur öll allan tímann. Það var samt dálítil hálka svo góðir skór komu sér vel.

Lesa áfram Dásamleg ganga um Stórhöfða í Hafnarfirði

Klóaklipping

Mynd: Sigrún Guðlaugardóttir

Langar klær geta valdið óþægindum og sársauka hjá hundinum þínum og komið í veg fyrir að hann gangi eða standi eðlilega. Mikilvægt er að skoða klær hundsins reglulega og sytta þær ef þarf til að halda fótunum heilbrigðum og án sársauka.

 Að fara með hundinn reglulega í gönguferðir á harða fleti eins og gangstéttir mun hjálpa til við að stytta klærnar en það er kannski ekki nóg til að halda þeim eins stuttum og þeir ættu að vera.

Lesa áfram Klóaklipping

Öfugur hnerri – hvað er það?

Stundum geta spenntir hundar allt í einu staðið kyrrir og byrja að gefa mjög hátt þefhljóð/gaggandi hljóð aftur og aftur eins og þeir séu að kafna og eigi erfitt með andardrátt.

Í cavalier heiminum er þetta þekkt sem „Cavalier Snort“ eða „Reverse sneeze“. Hér má finna myndband sem sýnir þessi einkenni hjá Cavalier. Þetta einkenni finnst hjá mörgum hundategundum en er þó algengara hjá hundategundum með styttra trýni.

Það sem gerist er að í stað þess að loft fari út um nef þegar hundurinn hnerrar þá fer loft snögglega inn í öndunarfærin í öfugum hnerra.

Ástæður eru yfirleitt einhver spenna eða breytingar í umhverfi hundsins sem kemur þessu af stað. Mikilvægt að eigendur haldi ró sinni því áhyggjur eiganda getur ýtt undir að öfugur hnerri aukist eða viðhaldist í lengri tíma.

Lesa áfram Öfugur hnerri – hvað er það?

Takk fyrir komuna í gönguna í Sólheimakoti

Fimmtudaginn 26. ágúst var sumarskemmtun þ.e. ganga og grill í Sólheimakoti.

Þar hittust um 40 hundar og eigendur þeirra sem voru einnig um 40 manns.

Veðrið var þurrt en dumbungur og aðeins blés þannig að hár og grös bærðust. Genginn var stuttur hringur þar sem margir hundar fengu að hlaupa um lausir. Þarna mátti sjá hunda á öllum aldri eða frá 3 mánaða og upp úr.

Eftir göngu setti fólk sitt hvað á grillið og naut samverunnar við fólk og hunda. Þökkum við kærlega fyrir hversu margir sáu sér fært að mæta og þessa skemmtilegu stund.

Lesa áfram Takk fyrir komuna í gönguna í Sólheimakoti

Göngunefnd Cavalierdeildarinnar 2021-2022

Hópmynd úr göngu Cavalierdeildarinnar

Þrjár vaskar konur hafa boðið sig fram í göngunefnd Cavalierdeildarinnar og þökkum við þeim kærlega fyrir. Þær hafa þegar hafist handa við að skipuleggja göngur.

Þær hafa óskað eftir fleiri sjálfboðaliðum í þessa nefnd til að þetta verði bæði létt og skemmtilegt fyrir alla.

Hvetjum við áhugasama um að hafa samband t.d. með tölvupósti á cavalierdeildinhrfi@gmail.com eða hringja í Völku Jónsdóttur 616-1020.


Þær sem hafa boðið sig fram eru:

  • Íris Björg Hilmarsdóttir
  • Eyrún Guðnadóttir
  • Gunnhildur Björgvinsdóttir

Íris Björg Hilmarsdóttir

Eyrún Guðnadóttir

Gunnhildur Björgvinsdóttir