Hittumst kl. 19 fimmtudagskvöldið 17. ágúst á bílaplaninu bak við prentsmiðju Morgunblaðsins að Hádegismóum. Göngum saman hring fyrir ofan Rauðavatn og niður í Paradísardal. Hundarnir byrja í taumi en hægt er að sleppa þeim um leið og við komum upp á stíg rétt fyrir ofan bílastæðið.
Sunnudaginn 12. febrúar hittist þessi fíni hópur við Gróttu Seltjarnarnesi. Gengið var meðfram ströndinni og kringum golfvöllinn. Fengum hressandi veður sem telst gott miðað við það sem hefur verið í boði undanfarna daga. Að vanda vöktu fallegu hundarnir okkar athygli vegfarenda. Þökkum kærlega fyrir góða göngu og hlökkum til að hitta ykkur í næstu göngu sem áætluð er þann 12. mars í Grafarvogi.
Laugardag 12. mars hittumst við hjá Ráðhúsi Reykjavíkur og gengum umhverfis tjörnina í Reykjavík. Margir fóru tvo hringi en sumir létu einn hring nægja. Það voru átta manns mættir með níu hunda. Upphaflega átti gangan að vera í Paradísardal en vegna leysinga og veðurs undanfarið var ákveðið að fara frekar umhverfis tjörnina í Reykjavík. Færðin var góð og fengum við bæði sól og snjókomu. Þetta var síðasta skipulagða ganga göngunefndarinnar þetta starfsárið og óskum við eftir fólki í nýja göngunefnd sem skipuð verður á ársfundi deildarinnar 17. mars nkþ
Laugardag 12. febrúar kl. 12:00 verður fyrsta cavalier ganga ársins.
Við hittumst við Húsasmiðjuna í Grafarholti og ökum í samfloti að Reynisvatni. Göngum í kringum vatnið og komum við í skemmtilegum lundum. Gengið verður síðan upp á heiðina fyrir ofan vatnið þar sem hægt er að hleypa hundunum lausum. Munið eftir skítapokum.
Gönguhópurinn. Á myndina vantar hundana Gismo, Úlfu sem vildu miklu frekar hlaupa og leika sér.
20. nóvember 2021 dásamlegur dagur þar sem yndislegt fólk mætti með ferfætlingana sína í göngu í kringum Stórhöfða í Hafnarfirði. Hópurinn var ekki sá fjölmennasti en þó fyllti hann tæpa tvo tugi, 12 manns og 7 hundar. Kannski ekki skrítið á þessum tímum með veiruskrattan á flugi.
En það sem við nutum okkur í stórbrotnu landslagi, með demantana okkar og sólargeislar dönsuðu allt í kringum okkur og okkar fallegu hunda. Við fórum hægt yfir og gengum í rúman einn og hálfan klukkutíma með góðum stoppum. Fegurðin var þvílík og veðrið lék við okkur öll allan tímann. Það var samt dálítil hálka svo góðir skór komu sér vel.
Fimmtudaginn 26. ágúst var sumarskemmtun þ.e. ganga og grill í Sólheimakoti.
Þar hittust um 40 hundar og eigendur þeirra sem voru einnig um 40 manns.
Veðrið var þurrt en dumbungur og aðeins blés þannig að hár og grös bærðust. Genginn var stuttur hringur þar sem margir hundar fengu að hlaupa um lausir. Þarna mátti sjá hunda á öllum aldri eða frá 3 mánaða og upp úr.
Eftir göngu setti fólk sitt hvað á grillið og naut samverunnar við fólk og hunda. Þökkum við kærlega fyrir hversu margir sáu sér fært að mæta og þessa skemmtilegu stund.
Þrjár vaskar konur hafa boðið sig fram í göngunefnd Cavalierdeildarinnar og þökkum við þeim kærlega fyrir. Þær hafa þegar hafist handa við að skipuleggja göngur.
Þær hafa óskað eftir fleiri sjálfboðaliðum í þessa nefnd til að þetta verði bæði létt og skemmtilegt fyrir alla.
Hvetjum við áhugasama um að hafa samband t.d. með tölvupósti á cavalierdeildinhrfi@gmail.com eða hringja í Völku Jónsdóttur 616-1020.