Hundaræktarfélag Íslands hélt alþjóðlega sýningu í Samskipahöll Sprettara í Kópavogi nú um helgina og voru 53 cavalier hundar skráðir en 4 mættu ekki. Torbjörn Skaar frá Svíþjóð dæmdi og mættir voru 10 hvolpar, 18 rakkar og 21 tík. Deildin gaf eignarbikara fyrir besta ungliða, bestu tík og besta rakka og Þórshamrar ræktun gaf bikar og medalíur fyrir hvolpa.

Besti hundur tegundar var Eldlukku Frán Þulu Lukka með íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Þetta var hennar þriðja íslenska stig og er hún því orðin íslenskur meistari. Í úrslitum dagsins náði hún svo í 8 hunda úrtak í tegundahópi 9.
Besti hundur af gagnstæðu kyni var Eldlukku Ljúfi Bruno sem einnig var besti ungliði tegundar. Hann fékk ungliðameistarastig og íslenskt meistarastig en er of ungur fyrir alþjóðlega stigið, það færðist því til Hafnarfjalls Selmu Jökuls sem var annar besti rakki. Bruno náði síðan glæsilegum árangri í úrslitum um besta ungliða sýningar og landaði þar 2. sæti.
Besta ungliðatík var Eldlukku Ögra Mandla, besti hvolpur tegundar 4-6 mánaða var Þórshamrar Freyju Jón Skuggi og af gagnstæðu kyni Snjallar Kastaní Björt á brá.
Ræktunarhópur Hafnarfjalls ræktunar náði í 6 hópa úrtak í úrslitum dagsins.
Hér að neðan eru nánari úrslit:
Lesa áfram Alþjóðleg haustsýning 9. október 2022




