Allar færslur eftir Cavalier HRFI

Alþjóðleg Norðurljósasýning 5. mars 2023

Fyrsta sýning ársins var haldin nú um helgina í Samskipahöll Spretts í Kópavogi og skráðir voru samtals 1099 hundar. Rosa Agostini frá Ítalíu dæmdi cavalier á sunnudeginum, í þetta sinn voru skráðir 8 hvolpar, 18 rakkar og 21 tík og mættu allir nema einn rakki. Einnig voru sýndir þrír ræktunarhópar.

Deildin gaf eignarbikara fyrir besta hvolp, BOB og BOS, þátttökumedalíur í hvolpaflokki og rósettur fyrir fjóra bestu rakka og tíkur.

Besti hundur tegundar – ISJCh ISW-22 ISJW-22 Eldlukku Ljúfi Bruno ásamt eigandanum Dace Liepina

BOB og besti ungliði var ISJCh ISW-22 ISJW-22 Eldlukku Ljúfi Bruno með íslenskt meistarastig og bæði íslenskt og alþjóðlegt ungliðastig. Hann er enn of ungur fyrir alþjóðlega stigið sem kom því í hlut annars besta rakka, ISJCh Þórshamrar Þórs.

BOS var ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka með alþjóðlegt meistarastig en önnur besta tík, Snjallar Silfraða Sylgja, fékk íslenska meistarastigið.

Besta ungliðatík var Snjallar Kastaní Björt á brá með íslenskt og alþjóðlegt ungliðastig.

Besti hvolpur 6-9 mánaða var Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers sem náði svo þeim glæsilega árangri í stóra hringnum í lok dags að verða 3. besti hvolpur dagsins.

Besti ræktunarhópur var Hafnarfjalls ræktun sem náði einnig í 6 hópa úrtak í úrslitum dagsins.

Lesa áfram Alþjóðleg Norðurljósasýning 5. mars 2023

Heiðrun aldursforseta

Aldursforseti deildarinnar er Ljúflings Þytur en hann er fæddur 29. september 2007. Hann varð því 15 ára og 3 mánaða um áramótin síðustu. Foreldrar hans eru þau Lanola Pearl Dancer, fæddur í Englandi en innfluttir frá Noregi og Jörsi´s Stuegris, innflutt frá Noregi. Eigandi hans er Sigríður G. Guðmundsdóttir og ræktandi hans er María Tómasdóttir. Þytur var heiðraður á ársfundinum og tóku eigendur hans við blómum og viðurkenningu.

Ljúflings Þytur ásamt fjölskyldu sinni, Önnu Þ. Bachmann formanni deildarinnar sem veitti viðurkenninguna og ræktandanum Maríu Tómasdóttur

Skýrsla stjórnar 2022

Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ haldinn 14. febrúar 2023 á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15, Reykjavík.

Árið 2022 var frábrugðið síðustu tveimur árum að því leyti að við gátum farið að hittast.

Starf deildarinnar var í nokkrum blóma. Við héldum fyrstu sérsýningu deildarinnar frá 2017, göngunefnd gat skipulagt og haft sínar göngur og HRFÍ gat haldið sínar sýningar þar sem við fjölmenntum. Auk þess gat stjórn hist og fundað en ekki bara fundað á fjarfundum.

Í stjórn Cavalierdeildar HRFÍ sátu þetta árið:
Anna Þórðardóttir Bachmann, Gerður Steinarrsdóttir, Sunna Gautadóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir og Valka Jónsdóttir.

Lesa áfram Skýrsla stjórnar 2022

Fundargerð ársfundar 2023

Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2023 fyrir árið 2022
Síðumúla 15, Reykjavík.
14. febrúar 2023 kl. 20.00

Setning ársfundar

Formaður deildarinnar, Anna Þórðardóttir Bachmann opnaði fundinn og bauð fundargesti velkomna. Fundur var settur kl. 20.04.

Öldungur heiðraður

Aldursforseti deildarinnar árið 2022 er Ljúflings Þytur en hann er fæddur 29. september 2007. Hann varð því 15 ára og 3 mánaða um áramótin síðustu. Foreldrar hans eru þau Lanola Pearl Dancer, fæddur í Englandi en kom hingað frá Svíþjóð og Jörsi´s Stuegris innflutt frá Noregi. Eigandi hans Sigríður G. Guðmundsdóttir tók á móti viðurkenningu og blómum. Ræktandi Ljúflings Þyts er María Tómasdóttir.

Kosning fundarstjóra og fundarritara

Formaður lagði til Guðbjörgu Guðmundsdóttur sem fundarstjóra og Völku Jónsdóttur sem ritara og var það samþykkt án athugasemda.  

Lesa áfram Fundargerð ársfundar 2023

Ganga um Seltjarnarnes

Sunnudaginn 12. febrúar hittist þessi fíni hópur við Gróttu Seltjarnarnesi. Gengið var meðfram ströndinni og kringum golfvöllinn. Fengum hressandi veður sem telst gott miðað við það sem hefur verið í boði undanfarna daga. Að vanda vöktu fallegu hundarnir okkar athygli vegfarenda. Þökkum kærlega fyrir góða göngu og hlökkum til að hitta ykkur í næstu göngu sem áætluð er þann 12. mars í Grafarvogi.