Fyrsta sýning ársins var haldin nú um helgina í Samskipahöll Spretts í Kópavogi og skráðir voru samtals 1099 hundar. Rosa Agostini frá Ítalíu dæmdi cavalier á sunnudeginum, í þetta sinn voru skráðir 8 hvolpar, 18 rakkar og 21 tík og mættu allir nema einn rakki. Einnig voru sýndir þrír ræktunarhópar.
Deildin gaf eignarbikara fyrir besta hvolp, BOB og BOS, þátttökumedalíur í hvolpaflokki og rósettur fyrir fjóra bestu rakka og tíkur.

BOB og besti ungliði var ISJCh ISW-22 ISJW-22 Eldlukku Ljúfi Bruno með íslenskt meistarastig og bæði íslenskt og alþjóðlegt ungliðastig. Hann er enn of ungur fyrir alþjóðlega stigið sem kom því í hlut annars besta rakka, ISJCh Þórshamrar Þórs.
BOS var ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka með alþjóðlegt meistarastig en önnur besta tík, Snjallar Silfraða Sylgja, fékk íslenska meistarastigið.
Besta ungliðatík var Snjallar Kastaní Björt á brá með íslenskt og alþjóðlegt ungliðastig.
Besti hvolpur 6-9 mánaða var Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers sem náði svo þeim glæsilega árangri í stóra hringnum í lok dags að verða 3. besti hvolpur dagsins.
Besti ræktunarhópur var Hafnarfjalls ræktun sem náði einnig í 6 hópa úrtak í úrslitum dagsins.
Lesa áfram Alþjóðleg Norðurljósasýning 5. mars 2023

