NKU Norðurlandasýning HRFÍ var haldin með pompi og prakt á Víðistaðatúni helgina 20.-21. ágúst. Cavalier var dæmdur af Laurent Heinesche á sunnudeginum og voru 47 hundar skráði (þar af 6 hvolpar) en 5 mættu ekki. Deildin gaf eignarbikara (BOB, BOS, ungliða og hvolpa) og Hafnarfjalls ræktun gaf medalíur fyrir hvolpana.

Besti hundur tegundar var Eldlukku Frán Þulu Lukka og fékk hún bæði íslenskt meistarastig og norðurlandameistarastig. Hún náði svo þeim glæsilega árangri í úrslitum sýningar að landa 4. sætinu í sterkum tegundahópi 9. Besti hundur af gagnstæðu kyni var ISJCh Þórshamrar Þór, einnig með íslenskt og norðurlandameistarastig.
Lesa áfram NKU Norðurlandasýning 21. ágúst 2022



