Allar færslur eftir Cavalier HRFI

Göngunefnd Cavalierdeildarinnar 2021-2022

Hópmynd úr göngu Cavalierdeildarinnar

Þrjár vaskar konur hafa boðið sig fram í göngunefnd Cavalierdeildarinnar og þökkum við þeim kærlega fyrir. Þær hafa þegar hafist handa við að skipuleggja göngur.

Þær hafa óskað eftir fleiri sjálfboðaliðum í þessa nefnd til að þetta verði bæði létt og skemmtilegt fyrir alla.

Hvetjum við áhugasama um að hafa samband t.d. með tölvupósti á cavalierdeildinhrfi@gmail.com eða hringja í Völku Jónsdóttur 616-1020.


Þær sem hafa boðið sig fram eru:

  • Íris Björg Hilmarsdóttir
  • Eyrún Guðnadóttir
  • Gunnhildur Björgvinsdóttir

Íris Björg Hilmarsdóttir

Eyrún Guðnadóttir

Gunnhildur Björgvinsdóttir

Hvolpasýning HRFÍ 12. júní nk.

Spennandi hvolpasýning er framundan hjá Hundaræktarfélagi Íslands.

Við hvetjum alla eigendur Cavalierhvolpa á aldrinum 3 – 9 mánaða að láta ekki þessa hvolpasýningu fram hjá sér fara. Þetta er tilvalið tækifæri til að umhverfisþjálfa hvolpinn sem og að þetta verður hin mesta skemmtun bæði fyrir eigendur og hvolpana sjálfa.

Skráning er til 6. júní og fer skráningin fram á hundeweb.dk (smellið hér til að komast inn á skráningarsíðuna).

Svo er HRFÍ er með góðar leiðbeiningar (efsta myndbandið) um hvernig á að skrá hund á sýningu (smellið hér)