
Sýningaþjálfun Cavalierdeildarinnar



Ein mikilvægasta ákvörðunin sem þú tekur fyrir almenna heilsu og vellíðan hundsins þíns er mataræði hans. Þú vilt gefa næringaríkan og næringajafnaðan mat. Þú getur valið um allt frá þurrfóðri eða að búa til þinn eigin mat. Hér er fjallað um fimm mismunandi tegundir. Hver flokkur hundafóðurs hefur sína kosti og þætti sem þarf að hafa í huga. Þegar innihaldslýsingar hundafóðurs eru lesnar þá er innihaldið gefið í þeirri röð að fyrst er það sem mest er af og síðast það sem minnst er af.
Lesa áfram 5 tegundir af hundafóðri og munurinn á þeim.
Áramótin geta verið bestu vinunum okkkar erfið, en ýmislegt er hægt að gera til að gera þeim þennan tíma bærilegri. Eins er mikilvægt að passa að þeir komist ekki í flueldaleifar. Ungir hundar og hvolpar eru sérstaklega í hættu enda eru þeir mikið að naga hvers kyns hluti. Ekki eru mörg á frá því að ungur cavalier hvolpur dó eftir að hafa komist í flugeldaleifar.
Lesa áfram Hundar og áramótJólahátíðin er tími gleði og samveru, en fyrir gæludýrin okkar getur þessi tími oft verið áskorun. Mikið breytt matarræði fyrir ferfætlingana okkar getur skapað þeim meiri vandamál en gleði. Hættur fyrir ferfætlinga og fjaðraða heimilismeðlimi geta líka leynst víða, t.d. jólaseríur, skreytingar með kertum og blómum, jólamatur og sælgæti. Þó að við sjáum ekki að pakki sem liggur fallega skreyttur undir jólatrénu innihaldi konfekt, þá er nokkuð víst að hundur heimilisins viti nákvæmlega hvað er að finna í pakkanum.
Eftirfarandi hlutir geta reynst gæludýrum varasamir:
Lesa áfram Gæludýr og jólin
Rétt eins og hjá mönnum er munnhirða hunda mikilvægur hluti af almennri vellíðan þeirra. Mikilvægt er að taka á tannhirðu hunda strax þar sem slæm munnheilsa getur tengst öðrum heilsufarsvandamálum og mögulega leitt til dauða. Þar fyrir utan sleikja hundar bæði sig sjálfa og oft eigendur sína og geta þannig flutt bakteríur. Fyrir utan hugsanleg tengsl munnheilsu og annarra sjúkdóma getur alvarlegur tannsjúkdómur verið mjög sársaukafullur en hundar geta fallið sársauka vel og hann getur leitt til breytinga á matarvenjum og hegðun. Heilbrigður munnur ætti að vera með ljósbleikt tannhold.
Lesa áfram Tannhirða hunda
20. nóvember 2021 dásamlegur dagur þar sem yndislegt fólk mætti með ferfætlingana sína í göngu í kringum Stórhöfða í Hafnarfirði. Hópurinn var ekki sá fjölmennasti en þó fyllti hann tæpa tvo tugi, 12 manns og 7 hundar. Kannski ekki skrítið á þessum tímum með veiruskrattan á flugi.
En það sem við nutum okkur í stórbrotnu landslagi, með demantana okkar og sólargeislar dönsuðu allt í kringum okkur og okkar fallegu hunda. Við fórum hægt yfir og gengum í rúman einn og hálfan klukkutíma með góðum stoppum. Fegurðin var þvílík og veðrið lék við okkur öll allan tímann. Það var samt dálítil hálka svo góðir skór komu sér vel.
Lesa áfram Dásamleg ganga um Stórhöfða í Hafnarfirði
Langar klær geta valdið óþægindum og sársauka hjá hundinum þínum og komið í veg fyrir að hann gangi eða standi eðlilega. Mikilvægt er að skoða klær hundsins reglulega og sytta þær ef þarf til að halda fótunum heilbrigðum og án sársauka.
Að fara með hundinn reglulega í gönguferðir á harða fleti eins og gangstéttir mun hjálpa til við að stytta klærnar en það er kannski ekki nóg til að halda þeim eins stuttum og þeir ættu að vera.
Lesa áfram KlóaklippingStundum geta spenntir hundar allt í einu staðið kyrrir og byrja að gefa mjög hátt þefhljóð/gaggandi hljóð aftur og aftur eins og þeir séu að kafna og eigi erfitt með andardrátt.
Í cavalier heiminum er þetta þekkt sem „Cavalier Snort“ eða „Reverse sneeze“. Hér má finna myndband sem sýnir þessi einkenni hjá Cavalier. Þetta einkenni finnst hjá mörgum hundategundum en er þó algengara hjá hundategundum með styttra trýni.
Það sem gerist er að í stað þess að loft fari út um nef þegar hundurinn hnerrar þá fer loft snögglega inn í öndunarfærin í öfugum hnerra.
Ástæður eru yfirleitt einhver spenna eða breytingar í umhverfi hundsins sem kemur þessu af stað. Mikilvægt að eigendur haldi ró sinni því áhyggjur eiganda getur ýtt undir að öfugur hnerri aukist eða viðhaldist í lengri tíma.
Lesa áfram Öfugur hnerri – hvað er það?